Skírnir - 01.01.1959, Page 10
6
Alexander Jóhannesson
Skirnir
hugaðri háskólabygging. Var álitið, að þar eð sú bygging yrði
mjög dýr, mætti nota fyrst um sinn allt Alþingishúsið milli
þinga. En þá voru sumarþing upp tekin í bili. Tryggja yrði
nauðsynleg húsastæði hjá Alþingishúsinu í tæka tíð, svo að
auka mætti húsnæðið á sínum tíma afarkostalaust.
Háskólakennarar létu sér mjög annt um að berjast fyrir
nýrri háskólabygging.
Um þetta leyti gerði Guðjón Samúelsson húsameistari upp-
drátt að stúdentaheimili fyrir 40—50 stúdenta, er skyldi
standa á Templaralóðinni. Um líkt leyti báðu háskólakenn-
arar um afnot af Kringlu, kaffistofu þingmanna, handa stúd-
entum.
1 rektorstíð Haralds Níelssonar var rætt um húsnæðismál
háskólans á fundi 24. marz 1917. Skipuð var nefnd til að
vinna að þessu máli: prófessorarnir Haraldur Níelsson, Guð-
mundur Hannesson og Ágúst H. Bjarnason. Störfuðu þeir í
samráði við milliþingaforseta Guðmund Björnsson og voru
tillögur þeirra:
1) að bráðnauðsynlegt væri að tryggja Alþingi og Háskól-
anum lóð þá, sem Góðtemplarahúsið er byggt á. Ætlunin
var að reisa þar stúdentaheimili fyrir 40—50 stúdenta, 2) á
meðan þetta kæmist ekki í framkvæmd, fengi háskólinn 2
hæðir til afnota í húsi, er kynni að verða reist á lóð Halldórs
heitins Friðrikssonar yfirkennara (var ætlazt til, að stúdentar
fengju aðra hæðina til umráða, en á hinni hæðinni yrði m. a.
ókeypis lækningar háskólans).
Nú gerðist það, að hús Halldórs heitins Friðrikssonar var
keypt, en mönnum varð brátt ljóst, að það myndi ekki duga
til langframa.
1 rektorstíð próf. Sigurðar P. Sívertsens skoraði háskólaráð
með bréfi dags. 19. febr. 1920 á ríkisstjórn og Alþingi að
tryggja háskólanum sem fyrst hæfilega lóð undir háskóla-
bygging og stúdentaheimili og að byggingar þessar yrðu tekn-
ar í tölu þeirra bygginga, sem ráðgerðar eru í lögum um
húsagerð ríkisins. Um þetta leyti var tala stúdenta orðin 84
(20 i guðfræðideild, 33 í læknadeild, 26 í lagadeild og 5 í
heimspekideild).