Skírnir - 01.01.1959, Page 11
Skírnir
Byggingarsaga liáskólans
7
I rektorstíð próf. jur. Magnúsar Jónssonar fól háskólaráð
20. nóv. 1925 rektor að tjá forsætisráðherra, að til vandræða
horfði um húsnæði háskólans. Kennslustofur væru of fáar og
húsnæði vantaði tilfinnanlega til handbókasafns háskóladeild -
anna. Forsætisráðherra lét sér vel skiljast nauðsyn háskólans
í þessu efni, en úrlausn fékkst ekki á þessu ári, nema hvað
bætt var úr húsnæði rannsóknarstofu háskólans.
1 rektorstíð Ágústs H. Bjarnasonar kemst nokkur skriður á
byggingarmál háskólans. Háskólaráð óskar 21.nóv. 1928, að
lóð handa fyrirhugaðri háskólabygging verði ákveðin svo
fljótt sem unnt er, uppdrættir gerðir og húsið reist svo fljótt
sem kostur er á. Bendir háskólaráð á þann möguleika, að lögð
verði til hliðar árleg fjárhæð til háskólabyggingar. En þangað
til bæti stjórn og þing úr brýnustu þörfum með því að sjá
háskólanum fyrir bráðabirgðahúsnæði.
Nú er orðinn kennslumálaráðherra Jónas Jónsson, og ritar
hann háskólaráði bréf 8. jan. 1929. Kveður hann nauðsyn að
slíta sambýli Alþingis og háskólans. Telur hann nauðsynlegt
að hefja óhjákvæmilegt undirbúningsstarf og sé fyrst að
tryggja sér lóð frá Reykjavikurbæ. Sú lóð sé til, frá Skóla-
vörðutorgi og stúdentagarðinum (sem fyrirhugað var að reisa
þar), suður að Hringbraut. Hvatti hann háskólann að sækja
um þessa lóð endurgjaldslaust og fara fram á að fá ókeypis
hita úr Laugunum í væntanlegar byggingar, eftir því sem
framast yrði unnt. Lóðin þyrfti að vera stór, ekki minni en
2—3 dagsláttur. Síðan yrðu háskóladeildir að lýsa þörfum
sínum, þá yrði að gera uppdrátt að háskólanum og loks að fá
fé til byggingar hans. í framhaldi af þessu var svo rektor og
próf. Guðmundi Hannessyni falið að leita hófanna við bæjar-
stjóm um lóð undir háskólann. Var þetta mál síðan rætt á
nokkumm fundum háskólaráðs, en svör frá deildunum um
þarfir þeirra hámst háskólaráði (13. april 1929), og var síðan
rektor falið að afgreiða málið í hendur kennslumálaráðherra.
Var það gert með bréfi 16. apríl 1929, og áskildi háskólaráðið
sér að vera með í ráðum um væntanlega teikning og allan
annan undirbúning. 12. okt. 1929 var kennslumálaráðuneyt-