Skírnir - 01.01.1959, Síða 12
8
Alexander Jóhannesson
Skírnir
inu ritað um uppdrátt að væntanlegu háskólahúsi og fjárveit-
ing til þess.
Næst gerðist það, að lagt er fyrir Alþingi 1930 stjórnar-
frumvarp um byggingu fyrir Háskóla Islands og hljóðar
þannig:
1. gr.
Á árunum 1934—1940 er landstjóminni heimilt að láta
reisa byggingu fyrir Háskóla Islands á lóð þeirri við Skóla-
vörðutorg, sem skipulagsnefnd Reykjavíkur hefir valið Há-
skólanum í því skyni. Höfuðbyggingin má kosta allt að 600
þúsundum króna, og skal verkið framkvæmt, eftir því sem fé
er veitt á fjárlögum eða með lántöku eftir heimild Alþingis.
Svo skal hagað byggingunni, að taka megi nokkum hluta
hússins til afnota fyrir Háskólann, þótt hyggingin sé ekki
fullger.
2. gr.
Skilyrði fyrir því, að ríkissjóður leggi fram fé til háskóla-
byggingar samkvæmt lögum þessum, er, að Reykjavíkurbær
gefi Háskólanum til sérkvaðalausra afnota um aldur og ævi
landssneið frá Skólavörðutorgi milli lóðar Landsspítalans og
væntanlegs íþróttavallar niður að Hringbraut, og 5 hektara
af landi neðanvert við Hringbraut í áframhaldi af ofannefndri
byggingarlóð Háskólans.
3. gr.
Landsstjórninni heimilast að ætla húsrúm fyrir kennslu i
uppeldisvísindum í væntanlegri háskólabyggingu og að láta
reisa heimavist fyrir kennaraefni á þeim hluta lóðarinnar,
sem ætlaður verður fyrir sjálfstæðar byggingar.
Þessu frumvarpi fylgdi ítarleg greinargerð, hugleiðingar
um þarfir háskólans og störf hans í framtíðinni, um lóð þá,
er minnzt er á í 2. gr. o. fl. Frumvarp þetta varð ekki útrætt,
en meðan mál þetta var í höndum menntamálanefndar efri
deildar, barst þeirri nefnd bréf frá borgarstjóranum í Reykja-
vík, Knud Zimsen, dags. 29. marz 1930. Gagnrýndi hann
mjög frumvarpið og kvað það undarlegt, að landsstjórnin
skyldi leggja slíkt frumvarp fyrir Alþingi án þess fyrst að
leita til bæjarstjórnar Reykjavíkur og heimta lóð af bænum,