Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 13
Skírnir
Byggingarsaga háskólans
9
sem myndi kosta að minnsta kosti % af öllum byggingar-
kostnaði háskólans, ef miðað væri við 600 000 króna verð
hússins. Mótmælti hann því, að löggjafarvaldið setti lög um
slíkt fjárframlag úr bæjarsjóði Reykjavíkur, án þess að áður
væri leitað samþykkis bæjarstjórnarinnar. Skýrir hann síðan
frá því, að svæðið milli Barónsstígs og Hringbrautar væri ætl-
að til ýmissa skólabygginga, svo sem gagnfræðaskóla, iðn-
skóla, verzlunarskóla o. fl. og bendir á, að land þetta sé mjög
óhentugt til nota háskólans.
Sjálfur hefir borgarstjóri fundið hentugan stað fyrir há-
skólann og byggingar hans, og af því að samkomulag varð
um þenna stað, er síðar varð lóð háskólans, skal tekið upp úr
áðumefndu bréfi eftirfarandi:
„Ég hefi því reynt að koma auga á einhvem annan stað,
þar sem Háskólinn gæti verið vel settur í borginni og þar sem
nægilega stórt landrými væri til að færa út kvíarnar eftir
þörfum, og leyfi ég mér að benda á svæðið austan við Suður-
götu, gegnt Iþróttavellinum á Melunum, en sunnan við Hring-
braut. Þar hagar svo til, að Reykjavíkurbær á land allt næst
fyrir austan Suðurgötu, en þar fyrir neðan taka við erfðafestu-
lönd, kálgarðar og tún. Á þessum stað er mögulegt að ætla
jafnvel allt að 16,5 hektara stórt samfellt land til þarfa háskól-
ans, og meginið af því, sem er ræktað land, þyrfti ekki að
kaupa, fyrr en Háskólinn hefði þess þörf. Aðalbyggingin
mundi verða reist efst í landinu, nálægt Suðurgötu, á lóð
bæjarins, og öll lóðin yrði ein heild, suður og austur frá
byggingunni —“ (Árbók Háskóla fslands 1929—30, bls. 79).
Háskólaráð tók þessu boði með þökkum, og var stjórnar-
frumvarpinu breytt í samræmi við þetta. Lög um bygging
fyrir Háskóla íslands vora síðan afgreidd frá Alþingi 30. apríl
1932. Nokkuram mánuðum seinna eða 8. okt. 1932 sendi dóms-
og kirkjumálaráðuneytið háskólaráði teikningu af lóð undir
háskólabygging sunnan Hringbrautar við Suðurgötu og leit-
aði umsagnar, hvort telja mætti fullnægt 2. gr. laga nr. 31 frá
1932 um bygging fyrir Háskóla fslands. Háskólaráð féllst á,
að landið væri mjög æskilegt og skoraði á ráðuneytið að taka
boði bæjarstjómar og að endanlegir samningar um lóðina yrðu