Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 14
10
Alexander Jóhannesson
Skírnir
gerðir hið fyrsta. Skipulagsnefnd hafði gert skipulagsuppdrátt
af lóðinni, og var hann samþykktur. Var stúdentagarði, er
lengi hafði verið í undirbúningi, ætluð lóð í norðausturhorni.
Nú var þá loks fengin lóð fyrir háskólann og lög samþykkt
um að byggja háskólann á árunum 1934—1940, en láðst hafði
að setja á fjárlög nokkura upphæð til byggingarinnar, eins og
gert var þó ráð fyrir í 1. gr. laganna. Háskólinn varð sjálfur
að ráða fram úr þessum vanda. A næstu 3 árum 1932—1935
var próf. Alexander Jóhannesson kosinn árlega rektor. Hann
boðaði til almenns kennarafundar 9. febr. 1933. I Árbók Há-
skólans 1932—33, bls. 14—15, segir: „— skýrði þar frá hug-
mynd sinni um að beiðast þess af Alþingi, að háskólinn fengi
einkaleyfi til þess að reka peningahappdrætti hér á landi, í
því skyni að afla fjár til háskólabyggingar. Var kennarafund-
urinn því einróma meðmæltur, að reynd yrði þessi leið til þess
að hrinda í framkvæmd byggingarmáli háskólans. Var síðan
á háskólaráðsfundi samþykkt að bera þetta mál upp fyrir Al-
þingi, og voru kosnir í nefnd til þess að vinna að málinu rekt-
or og prófessorarnir dr. theol. Magnús Jónsson og dr. Sigurður
Nordal. Menntamálanefnd neðri deildar flutti málið inn í þing-
ið, og fékk það almennt fylgi þingmanna. Hinn 3.maí (1933)
voru afgreidd frá Alþingi lög um stofnun happdrættis fyrir
ísland, þar sem ríkisstjóminni var heimilað að veita háskól-
anum einkarétt til 10 ára til reksturs happdrættisins. Voru
lögin staðfest af konungi 19. júní, en einkaleyfi veitt háskól-
anum með bréfi fjármálaráðuneytisins 4. júlí. 26. sept. stað-
festi stjórnarráðið reglugerð fyrir happdrættið.
í stjóm happdrættisins kaus háskólaráðið rektor og prófess-
orana Bjama Benediktsson og dr. Magnús Jónsson. 1 happ-
drættisráð skipaði fjármálaráðuneytið dr. Pál E. Ólason skrif-
stofustjóra, formann, Eggert Claessen hrlm., Gunnar Viðar
hagfræðing, síra Bagnar Kvaran og cand. jur. Sigurð Ólason.“
Var síðan hafinn undirbúningur undir stofnun happdrætt-
isins. Pétur Sigurðsson háskólaritari var ráðinn framkvæmda-
stjóri og var sendur utan til þess að kynna sér slíka starfsemi.
Þegar þetta er ritað, hefir happdrætti háskólans starfað í 25 ár,
og hafa tekjur þess orðið nálega 20 milljónir króna, en af