Skírnir - 01.01.1959, Síða 15
Skírnir
Byggingarsaga háskolans
11
þeim hafa 20% eða nálega 4 milljónir runnið í ríkissjóð
sem einkaleyfisgjald. Fyrstu árin voru tekjurnar minni, eins
og eðlilegt er, og má sjá yfirlit um þær frá ári til árs í ný-
útkomnu minningarriti um 25 ára starfsemi Happdrættis
Háskóla íslands.
Rektor boðaði til almenns fundar háskólakennara um bygg-
ingarmálið 10. maí 1934 og skýrði þar frá horfum um ágóða
af happdrættinu og taldi sjálfsagt að hefja nú þegar undir-
búning undir framkvæmdir í þessu efni. Á fundi háskólaráðs
16. mai var samþykkt að kjósa byggingarnefnd, og voru kosn-
ir prófessorarnir dr. Alexander Jóhannesson, formaður, dr.
Magnús Jónsson fyrir guðfræðideild, Guðmundur Hannesson
fyrir læknadeild, Ólafur Lárusson fyrir lagadeild og dr. Sig-
urður Nordal fyrir heimspekideild. Húsameistari var ráðinn
próf. Guðjón Samúelsson. Nefndin tók þegar til starfa og réð
öllu um innra fyrirkomulag byggingarinnar og hélt samtals
102 fundi (sá síðasti var haldinn 29. júní 1940). I lok háskóla-
ársins 1933—34 sendi háskólaráðið ríkisstjórninni frumvarp
til laga um stofnun atvinnudeildar við Hásköla Islands. Var
frumvarpið samið í samráði við ríkisstjórnina, og hafði hún
heitið málinu fylgi sínu. Bygging atvinnudeildar var fullbúin
1937 og tók þá til starfa, og er ítarlega sagt frá stofnun atvinnu-
deildarinnar í Árbók Háskóla Islands. Það kom brátt í ljós,
að störf byggingamefndarinnar voru erfið og mörg viðfangs-
efni varð að leysa, en samstarf nefndarinnar og húsameistara,
er sat alla fundi, var ágætt. Formaður nefndarinnar og húsa-
meistari fóm tvívegis utan (1935 og 1937) til þess að kynn-
ast nýjum háskólabyggingum erlendis, í fyrra skiptið til Nor-
egs og Danmerkur (nýjar rannsóknastofur á Blindem í Osló
og háskólinn í Árósum), í seinna skiptið til Þýzkalands og
Sviss (nýi háskólinn í Köln og nýbyggingar í Bem). Auk þess
viðaði nefndin að sér margs konar fróðleik um háskólabygg-
ingar í ýmsum öðrum löndum, bæði frá Evrópu og Ameríku.
1936 var hafizt handa um að grafa fyrir húsinu, og var
kjallarinn steyptur af Diðrik Helgasyni og hornsteinn lagður
l.des. 1936. Gerði það þáverandi kennslumálaráðherra Har-
aldur Guðmundsson. I hornsteininn var lagt blýhylki, er