Skírnir - 01.01.1959, Síða 16
12
Alexander Jóhannesson
Skírnir
geymir um ókomna tíma aðaldrættina í sögu byggingarmáls-
ins og mn leið er getið þeirra manna, eins og venja er til, er
fóru með völd landsins og völd háskólans á því ári. Voru
fluttar stuttar ræður við þessa athöfn. Formaður byggingar-
nefndar sagði m. a.: „Fylgi gifta þessum framkvæmdum, verði
leit að sannleika leiðarstjama Háskólans, blessist og blómgist
Háskóli fslands á ókomnum öldum.“ Kennslumálaráðherra
minntist stefnu Jóns Sigurðssonar í þjóðskólamálinu og lauk
ræðu sinrd með því að óska þess, að Háskólinn yrði vörður
lýðræðis og menningar í landinu. Að lokinni þessari athöfn
bauð Háskólinn til árdegisverðar að Hótel Borg, og var þangað
boðið mörgum mönnum, ráðherrum og æðstu embættismönn-
um, borgarstjóra og fleirum. Var þar mikill mannfagnaður
og margar ræður fluttar.
Nú var byggingarframkvæmdum haldið sleitulaust áfram,
og tóku þeir að sér að steypa upp bygginguna Einar Kristjáns-
son trésmíðameistari og Sigurður Jónsson múrarameistari, en
eftirlitsmaður með byggingarframkvæmdum var Þorlákur
Ófeigsson trésmíðameistari. Ári seinna var búið að steypa
upp alla bygginguna og var þá risgjaldaveizla haldin (28. nóv.
1937), er um 200 verkamenn sóttu. Um þetta leyti tók sæti
í byggingarnefnd Jón Steffensen prófessor, en próf. Guð-
mundur Hannesson, er látið hafði af embætti, var beðinn að
starfa áfram vegna sérþekkingar sinnar á byggingamálum.
Var nú unnið látlaust að háskólabyggingunni, en fjárskort-
ur fór að gera vart við sig. Hagnaður happdrættisins varð árin
1934—1938 kr. 768 025,34, og var því byrjað 1938 að taka
lán til þess að halda verkinu áfram. Húsameistari áætlaði í
marz 1939, að enn þyrfti rúmar 800 000 krónur til þess að
ljúka við það, sem ógert væri. 1. sept. 1939 skall svo síðari
heimsstyrjöldin á, og töldu þá margir, að rétt væri að leggja
árar í bát og bíða með framhald byggingarframkvæmda, unz
stríðinu lyktaði. Byggingarnefnd tók þó þá ákvörðun að reyna
að halda verkinu áfram og útvega lán, sem virtist ýmsum
erfiðleikum bundið, en heppnaðist þó að lokum. Og nú rann
sá mikli dagur upp, 17. júní 1940, að háskólabyggingin var
vígð, og fóru þau hátiðahöld fram með miklinn glæsibrag, og