Skírnir - 01.01.1959, Side 17
Skírnir Byggingarsaga háskólans 13
er frá þeim ítarlega sagt í Árbók háskólans 1939—1940, bls.
47—91.
Háskólabyggingin var nú komin upp og gat sinnt sínu
mikilvæga hlutverki, enda jókst starfsemin að miklum mun á
næstu árum, nýjar deildir voru settar upp og kennsla tekin
upp í mörgum nýjum greinum. Tala stúdenta fór vaxandi
með hverju ári og er nú, þegar þetta er ritað (1958), 789.
Eitt af mestu áhugamálum stúdenta var frá byrjun að koma
upp stúdentagaröi. Var það mál lengi á döfinni, en var unn-
ið ósleitilega að því um mörg ár, og var Lúðvíg Guðmunds-
son, síðar skólastjóri, einn af forystumönnum í þeirri bar-
áttu, og þar kom, að vígsluhátíð Gamla stúdentagarSsins (eins
og hann var síðar nefndur) fór fram 23. des. 1934.
Annað mál vakti miklar deilur næstu árin á eftir, bygg-
ing Atvinnudeildar háskólans, er reist var 1937 og minnzt
hefir verið á.
f háskólaræðu sinni 7. okt. 1933 komst rektor (A.J.) svo
að orði m. a.: „Moldin íslenzka og sjórinn kringum strendur
landsins hafa frá upphafi verið björg landsmanna. Gróður-
skilyrði íslenzkrar moldar hafa fram að þessu verið lítt rann-
sökuð. Hér eru ótal verkefni óleyst, er háskóli vor hlýtur að
leggja rækt við á komandi árum. Á hverju ári eru numin ný
lönd í íslenzkri jarðrækt, og búskapur bænda er að breytast
í það horf að lifa eingöngu á ræktuðu landi. Ötal spurningar
rísa, er vísindaleg rannsókn ein getur svarað. Fiskirannsóknir
þær, er gerðar hafa verið á undanfömum árum, sýna, að
hagnýting íslenzkra fiskafurða er komin undir þekking á lífi
og eðli fiska, fiskimiðum, göngum og öðriun þekkingaratriðum.
Hér eru fiskisælustu mið heimsins og ótæmandi uppspretta
íslenzkrar velmegimar, ef vel er á haldið. Iðnaður eykst í
landinu með hverju ári, verzlun og viðskipti örvast. Hér em
vaxtarskilyrði þjóðarinnar, og hlýtur þvi sú krafa að verða
gerð til háskóla vors, að athygli hans beinist einnig að þess-
um hagnýtu hlutum. Háskólinn verður að færa út starfssvið
sitt, skapa atvinnudeild, er snýr sér að þessum viðfangsefnum
þjóðarinnar“ (Árbók háskólans 1933—34, bls. 9). Máli þessu
hafði verið hreyft áður, af Guðmundi Hannessyni prófessor,