Skírnir - 01.01.1959, Page 18
14
Alexander Jóhannesson
Skímir
í rektorsræðu hans 4. okt. 1924 (sjá Árbók háskólans 1924—
1925).
1 lögum um rannsóknarstofnun 1 þarfir atvinnuveganna
við Háskóla Islands (prentuð í Árbók háskólans 1934—1935,
bls. 68—71) segir m. a. (2. gr.): Rannsóknarstofnun Háskóla
íslands skal skipt í 3 deildir, og nefnast þær fiskideild, iðn-
aðardeild og búnaðardeild.
3. gr. Fiskideildin skal hafa með höndum rannsóknir á
síldar- og fiskigöngum, svif- og áturannsóknum og almennar
haf- og vatnarannsóknir, að því leyti, sem þær teljast við koma
fiskiveiðum landsmanna, og aðrar fiskirannsóknir, er atvinnu-
málaráðherra kveður á um.
Við deild þessa skal starfa einn fiskifræðingur.
4. gr. Iðnaðardeildin skal hafa með höndum efnagreiningu
fyrir allar deildir Rannsóknarstofnunarinnar, rannsóknir á
matvælum og öðrum vörum, sem seldar eru á innlendum
markaði, og á vörum, sem seldar eru úr landi, gerlarannsóknir
og fjörvirannsóknir fyrir og í samvinnu við allar deildir stofn-
unarinnar, náma- og jarðfræðirannsóknir og fiskiðnaðarrann-
sóknir.
Við deild þessa skulu starfa fimm fræðimenn í fræðigrein-
um þeim, er að ofan getur.
5. gr. Búnaðardeildin skal hafa með höndum jarðvegsrann-
sóknir með sérstakri hliðsjón af almennri jarðrækt, garðrækt,
skógrækt og áburðarþörf jarðvegsins, jurtarannsóknir og jurta-
sjúkdómarannsóknir og rannsóknir á kynbótum búfjár.
Við deild þessa skulu starfa þrír fræðimenn í fræðigreinum
þeim, sem að ofan getur. —
Eins og kunnugt er, hefir Atvinnudeild aukið mjög starfslið
sitt og fært út kvíarnar, fiskideildin hefir t. d. orðið að flytja
í nýtt húsnæði (að Borgartúni 7) og hefir nú 8 sérmenntaða
vísindamenn og nál. 20 aðra í sinni þjónustu, en enn hefir
ekki verið tekin upp kennsla í þeim greinum, er Atvinnu-
deild nær yfir, og er hún því enn í mjög lausum tengslum
við háskólann.
Þá má enn minnast á, að árið 1934 var reist Rannsóknar-