Skírnir - 01.01.1959, Qupperneq 19
Skirnir
Byggingarsaga háskólans
15
stofa Háskólans við Barónsstíg, að miklu leyti fyrir atbeina
próf. Níelsar Dungals, er æ síðan hefir veitt þessari stofnun
forstöðu. Eru þar framkvæmdar margs konar gerlarannsóknir,
búið til bóluefni vegna fjársjúkdóma o. fl. Og þessi starfsemi
varð til þess, að mörgum árum síðar var reist Tilraunastöð
Háskólans í meinafræði að Keldum í Mosfellssveit, kostuð að
jöfnu af Rockefellersstofnuninni í Bandaríkjunum og af ríkis-
stjórn Islands, en þessari stofnun veitir forstöðu dr. Björn Sig-
urðsson. Þá hafa og verið innréttaðar rannsóknarstofur í há-
skólanum, Rannsóknastofa Háskólans í líffœra- og lífeðlis-
fræSi, er próf. Jón Steffensen hefir veitt forstöðu, Rannsókna-
stofa í heilbrigSisfrœSi, er próf. Júlíus Sigurjónsson veitir for-
stöðu, Rannsóknastofa i lyfjafrœði, er próf. Kristinn Stefáns-
son veitir forstöðu.
Þá skal og þess getið, að 1943 var reistur Nýi stúdenta-
garSurinn, eins og hann er venjulega nefndur, og 1947
Iþróttahús háskólans, en íþróttaskylda stúdenta (fyrstu tvö
árin) hafði áður verið lögleidd.
Loks skal minnast nokkurum orðum á löSamál háskólans.
Eins og áður hefir verið skýrt frá, valdi Knud Zimsen borg-
arstjóri lóð þá, er háskólabyggingamar standa á, og bauð hana
háskólanum, er tók við henni með þökkum. Að beiðni háskól-
ans fól menntamálaráðherra á sínum tíma húsameistara rík-
isins próf. Guðjóni Samúelssyni að gera skipulagsuppdrátt
lóðarinnar. Vorið 1949 var svo hafizt handa um lagfæringu
háskólalóðarinnar. Hafði Hörður Bjarnason skipulagsstjóri
gert skipulagsuppdrátt lóðarinnar, og var unnið af kappi
þetta sumar og langt fram á haust að því að jafna lóðina, gera
gangstéttir og hlaða upp fláa. Var þessu verki haldið áfram
næstu sumur, 1950, 1951 og 1952. Voru þá settar upp girð-
ingar, götur malbikaðar og lóðin ræktuð. Síðar var efnt til
verðlaunasamkeppni um fyrirkomulag og skreyting „skálar-
innar“, og hlutu verðlaun þeir Ásmundur Sveinsson mynd-
höggvari, Guðmundur Einarsson myndhöggvari og Aage Ed-
vin Nielsen myndhöggvari (sjá Árbók háskólans 1950—51,
bls. 26). Er þessum málum ekki lokið enn, því að gert var