Skírnir - 01.01.1959, Page 22
HERMANN PÁLSSON:
UM BÓKAGERÐ SÍRA ÞÓRARINS Á VÖLLUM.
I.
Á síðari hluta 13. aldar var síra Þórarinn Egilsson prestur
á Völlum í Svarfaðardal. Ekki verðm- vitað með fullri vissu,
hvenær hann gerðist prestur þar, en það mun hafa verið fyr-
ir 1267. Síra Þórarinn andaðist árið 1283, og mun hann þá
hafa verið á bezta skeiði, því að faðir hans lézt ekki fyrr en
fjórtán árum síðar. Faðir Þórarins var Egill Sölmundarson
súbdjákn í Reykholti, en móðir Egils og amma Þórarins var
dóttir Sturlu Þórðarsonar í Hvammi. Snorri Sturluson var
því ömmubróðir Þórarins á Völlum.1)
Síra Þórarins verður einkum minnzt fyrir tvennt: skóla-
hald og bókagerð, en heimildir um þessi störf hans eru svo
óljósar, að geta verður sér til um margt. Þórarinn tók aldrei
neinn þátt í stórmálmn samtíðar sinnar. Eftir þvi sem bezt
verður séð, mun hann lengstum hafa unnið að friðsömum
ritstörfum norður á Völlum. Slíkir menn koma lítt við sögur,
en þó njótum vér enn ávaxtanna af störfum þeirra, því að án
þeirra væru nú færri bækur til á íslandi.
II.
Um skólahald á Völlum er getið þegar á 12. öld. Þegar
Guðmundur Arason, síðar biskup, var prestur á Völlum, hélt
hann þar skóla. Og skóli var haldinn þar snemma á 13. öld.
Árið 1218 hrökklaðist skólinn á Hólum að Völlum.2) Engin
skýring er gefin á því, hvers vegna Vellir urðu fyrir valinu,
þegar skólanum varð ekki vært heima á Hólnm, en sennilegt
er, að þar hafi skóli verið starfandi, frá því Guðmundur kenndi
prestlingum þar. Vel má vera, að skóli hafi verið á Völlum
fyrir tið Guðmundar (1190—1196), þótt þess sé ekki getið í