Skírnir - 01.01.1959, Page 23
Skímir
Um bókagerð síra Þórarins á Völlum
19
heimildum. Af prestafjölda á Islandi á 12. öld og siðar er
auðsætt, að skólar hafi verið miklu fleiri en vitað er um. Er
og sennilegt, að kennsla presta hafi farið fram á ákveðnum
stöðum, og einn þeirra hefur Vallastaður verið.
Af Lárentíus sögu sjáum vér, að Þórarinn Egilsson hélt
þar skóla. Myndum vér sennilega ekki vita um það, ef Lár-
entíus Kálfsson hefði ekki stundað þar nám og gert sukk í
kirkjunni með öðrum kennslupiltum, eins og rakið er í sögu
hans. Eftir það er ekki getið um skóla á Völlum, en það er
eftirtektarvert, að snemma á 14. öld lagði Lárentíus biskup
svo fyrir, að skólameistari á Hólum skyldi jafnan halda Valla-
stað. Mun sú ráðstöfun ef til vill stafa af þvi, að skóli hafði
svo lengi starfað á Völliun, og því hefur þótt tilhlýðilegt, að
skólameistarinn á Hólum héldi staðinn.
Skóli síra Þórarins hefur vitanlega einkum verið sniðinn
eftir þörfum presta. En ólíklegt má þykja, að hann hafi ekki
haft margvísleg áhrif á prestlinga sína. Eins og síðar verður
rakið í sambandi við bókagerð hans, hefur hann átt merkan
þátt í varðveizlu og útbreiðslu islenzkra rita, sem samin voru
fyrir daga hans, og sennilegt er, að hann hafi samið eitthvað
sjálfur. 1 skólanum á Völlum um daga Þórarins hafa prest-
lingar ekki einungis numið þau fræði, sem þeir þurftu á að
halda vegna skyldu sinnar. Þar hafa þeir notið bókakosts, sem
var góður og fjölbreyttur að íslenzkum ritum. Og sjálfur var
skólameistarinn náfrændi eins helzta rithöfundar Islendinga
á 13. öld og auk þess mikill bókagerðamaður.
III.
I Lárentíus sögu, sem samin var af síra Einari Hafliðasyni
á Breiðabólstað um miðja 14. öld, er stuttur kafli um Þórarin
og hljóðar á þessa leið: „Faðir Lárentíus biskups hét Kálfur,
hann var systurson sæmilegs kennimanns, síra Þórarins, er
kaggi var kallaður, hverr hélt staðinn á Völlum í Svarfaðar-
dal. Síra Þórarinn kaggi var klerkur góður og hinn mesti nyt-
semdarmaður til leturs og bókagjörða, sem enn mega auð-
sýnast margar bækur, sem hann hefir skrifað Hólakirkju
og svo Vallastað.“