Skírnir - 01.01.1959, Síða 24
20
Hermann Pálsson
Skímir
Heimildarmaður síra Einars Hafliðasonar um þennan
hluta sögunnar var Lárentíus sjálfur. Má því ætla, að ekki sé
gert of lítið úr ágæti prestsins á Völlum. En þó er engin
ástæða til að efast rnn bókagerð síra Þórarins. Einar mun
sjálfur hafa séð margar bækur frá hendi Þórarins. Og auk
þess hefur Einar getað haft þessa vitneskju eftir föður sín-
um, síra Hafliða Steinssyni, sem varð ráðsmaður á Hólum,
um það leyti sem Þórarinn féll frá, og gegndi því starfi um
langa hríð. En bóka síra Þórarins hefur Hólastaðm- notið um
langan aldur eftir það.
En hverjar voru þessar mörgu bækur, sem Þórarinn skrif-
aði handa Hólakirkju og Vallastað? Af orðimum „nytsemd-
armaður til leturs og hókagjörða“ má sennilega ráða, að þar
hafi einkum verið rnn guðrækileg rit að ræða. En þó er var-
legt að draga af slíku of einhliða ályktun.
Nú hagar svo til, að við vitum töluvert um bókakost Valla-
kirkju árið 1318, eða þrjátíu og fimm árum eftir lát Þórar-
ins. Þar sem Einar fullyrðir, að margar hækur Þórarins séu
enn í eign Vallakirkju um miðja 14. öld, þá fer ekki hjá því,
að bókaeign kirkjunnar árið 1318 sé að verulegu leyti frá
Þórami komin. Heimild okkar um bækur Vallakirkju þetta
ár er máldagi kirkjunnar, sem Auðun Hólabiskup lét gera
um það leyti.3) Af bókaskránni sést, að þar hefur verið mikið
um guðsþjónustubækur og önnur „nytsöm“ rit, og virðast þau
flest hafa verið á latínu, og verður ekki nánar um þau rætt
að sinni. Hér verður einungis fjallað um þær bækur, sem
virðast hafa verið á móðurmálinu.
1 bókaskránni er meðal annars getið um „þrjár bækur á
norrænu“ og „tíu skrár fornar“. Er illt til þess að vita, að
rit þessi eru ekki nafngreind nánar. Orðið skrá er notað um
ýmiss konar handrit, og þess eru dæmi í kirknamáldögum, að
það sé notað um sagnahandrit, og vel má vera, að sú sé
merking orðsins hér. Þar sem nafngreindu ritin eru öll kristi-
legs eðhs, er ekki ósennilegt, að þessi þrettán rit hafi verið
veraldlegar bókmenntir. Freistandi er að geta sér þess til, að
hér hafi verið handrit af svarfdælskum sögum eða öðrum
fomritum. Má þar minna á Svarfdæla sögu og þó einkum