Skírnir - 01.01.1959, Side 30
26
Margaret Schlauch
Skírnir
konungs, og hann setti hér fram þá kenningu, að Herúlar
væru í rauninni hinir upphaflegu íbúar Estlands, en tunga
þeirra tilheyrði Eystrasaltsgrein þeirra tungumála, er á vor-
um dögum ætti að nefna indóevrópska málafjölskyldu.
Annað dæmi um andlegt fjör Lelewels á þessum æskudög-
um hans er starf hans i stúdentaklúbb, sem undir ýmsum
nöfnum hvatti til óháðra rannsókna í vísindum og klassískum
fræðum. Vegna hinna fjörmiklu og ýtarlegu bréfaskipta, sem
Joachim Lelewel átti við Prot yngri bróður sinn, er oss kunn-
ugt um mörg mál, sem tekin voru til umræðu á fundum
klúbbsins. Oss er tjáð, að meðal efna eins og klassískt leikrit
franskt, Ijóð Ossíans, lógaritmar og svo framvegis hafi Lelewel
sjálfur eitt sinn flutt greinargerð (í apríl 1806) um þá til-
gátu, að Skýþar hafi flutzt þjóðflutningi til Norðurlanda.
Skýþar gegna reyndar þýðingarmiklu hlutverki og sannast
sagt næsta dularfullu í kenningum Lelewels frá æskuárum
varðandi sögu Norðurlanda, og á það vafalaust rót sína að
rekja til hugleiðinga franska sagnfræðingsins Mallets, er
hann setti fram í inngangsköflunum að hinni víðkunnu Dnn-
merkursögu sinni.3)
Það var einmitt sú ósk Lelewels að afLa sér þjóðfræðilegrar
þekkingar varðandi þjóðirnar við Eystrasalt, sem leiddi til
þess, að hann tók að kynna sér Eddurnar og gefa pólskum
lesendum hugmynd um efni þeirra. Fyrsta tilraun hans á því
sviði var, eins og hann játaði í bréfi til Prots bróður síns, „að-
eins ágrip af lýsingu Mallets11.4) Hann getur ekki um, hvaða
verk Mallets hann eigi við, en sennilega er um að ræða það
verk, sem eingöngu er helgað goðafræði Eddanna,5) fremur
en innganginn að Danmerkursögu, þar sem þetta efni er einn-
ig ýtarlega rætt. Erindið um þetta efni var flutt í stúdenta-
félaginu snemma á árinu 1808; það hafði þegar verið birt
nafnlaust árinu áður í 55 síðna bæklingi.6)
í hinum stutta inngangi talaði hinn ungi rithöfundur um
Norðurlandabúa sem eina grein — mikilvæga grein — af
„hinni geysifjölmennu Skýþaþjóð, er bjó í Evrópu“. Hug-
myndir hans um Skýþa áttu sýnilega ekki aðeins rót sina
að rekja til Mallets, heldur einnig til ensks rithöfundar að