Skírnir - 01.01.1959, Side 36
32
Margaret Schlauch
Skírnir
Velim Sphærici (cœlestis) Patris
Facinora enarrare. . .
Annað dæmi um villu, sem á rót sína að rekja til Resens,
er að finna i 3. erindi sama kvæðis:
vara sandr né sær / né svalar unnir,
sem Resen hafði þýtt
Non erat arena, nec mare, nec venti pelago,
Lelewel orðaði svo: ni piasku, ni morza, ani wiatru bylo
(= ekki var sandur né sjór né nokkur vindur).15)
Fyrir kemur sums staðar, að Lelewel fer undarlega frjáls-
lega með röð og efni erindanna. Þessi tilhneiging kemur sér-
staklega fram í samhandi við Hávamál, en harrn viðurkenn-
ir, að af þeim hafi hann ekki í höndum heildartexta. t því
kvæði (sem skotið er, þótt undarlegt megi virðast, inn á milli
Fáfnismála og Sigurdrífumála og Völsungasagan þannig rof-
in) er 76.—78. vísuorð felld saman í eina málsgrein: Rogat-
ctwa w mgnieniu oka mijaja, z przyjaciól najniestalsze; trzody
gina, krewni umieraja, przyjaciele smiertelni, i sam umrzesz:
atoh znam rzecz co nie zamrze: jest to zdanie o zmarlych
(93. bls. = Auður hverfur á augahragði, valtastur meðal vina;
fé deyr, frændur deyja, dauðlegir vinir deyja, og svo mun
einnig fara um sjálfan þig; en ég veit eitt, sem ekki mun týn-
ast: álit (manna) á hinum dauða). Það kemur alloft fyrir,
að frumtextinn er aukinn að orðum og setningum í þýðing-
unni, t. d. í Hávamálmn, þar sem vísuorðin
At kveldi skal dag leyfa / konu er brend er . ..
verða: Chwal pieknosc dnia gdy sie skonczy; niewiaste gdy
poznasz dobrze (sst. = Lofaðu fegurð dagsins, þegar hann er
á enda, og meyju, þegar þú hefur kynnzt henni vel). En í
sögukvæðuniun er minna um ónákvæmni heldur en í spak-
mælaköf lunum.
Hér er rétt að víkja með nokkrum orðum að bókmennta-
legu formi pólsku þýðingarinnar. Flest kvæðin eru þýdd á