Skírnir - 01.01.1959, Page 39
Skírnir Edda Lelewels og Edduefni í ljóðum Slowackis 35
lad wierszem bezimienny“ (Hinn frjálsi maður, nafnlaus þýð-
ing í bundnu máli).
Tilraunirnar til að þýða í bundið mál eru mjög athyglis-
verðar frá sjónarmiði samanburðarbókmennta og samanburð-
arbragfræði. Margir lesendur munu þó þeirrar skoðunar eins
og ég, að bezt hafi þeir staðir heppnazt, þar sem þýðandinn
fer næst frumtextanum og lætur hið stórkostlega hugarflug
og tæra vizku lýsa beint í gegn án nokkurra frávika vegna
rims eða hrynjandi. Dæmi um slík vinnubrögð er hið mikil-
fenglega ávarp valkyrjunnar, er hún vaknar, til dags og dags
sona í Sigurdrífumálum:
(Onaápiewa). Dlugom ja spala. Dlugo snem scisniona,
dfugie niedole.
Odin byl sprawc^, ze nie moglam zasnigcia
przewac ...
Witaj dniu. Witajcie syny dnia, witaj nocy
z córkq,
Laskawém okiem poglqdajcie. Dajcie siedzqcym
pomyslnosc.
Witajcie Asowie. Witajcie Asinie. Witaj
wieloimienna ziemio.
Dostarczcie siów i mysli, nam obu dostojnym
i zrgcznq. rgk§, póki zyjemy.
Þýðing: (Hún syngur). Lengi svaf ég, lengi var ég í viðjum
svefnsins, ill örlög eru langvinn. Öðinn lagði það á, að ég
skyldi ekki geta brugðið svefninum . . . Heill dagur! Heilir
dags synir, heil nótt og dóttir! Lítið hollum augum úr hæðum
og gefið sigur þeim, er hér sitja! Heilir æsir, guðir og gyðjur,
og heil nafnmarga jörð! Gefið oss verðugum mál og hugsanir
og lagnar hendur meðan lifum.
II.
Lelewel lýkur úrvali sínu úr hetjukvæðunum með Sigur-
drífumálum. Hver sá pólskur lesandi, sem fræðast vildi um
hin harmsögulegu endalok Völsungaættarinnar, mundi hafa
orðið að leita til þýðinga á önnur mál. Og vér vitum til þess,