Skírnir - 01.01.1959, Síða 40
36 Margaret Schlauch Skímir
að brautryðjendastarf Lelewels hefur leitt til þess, að sumir
hafa gert það.
Meðal lærisveina Lelewels í hópi stúdenta við Vilnuháskóla
á þriðja tug aldarinnar var Juliusz Slowacki (1809—49), er
síðar varð rómantískt stórskáld, og er haldin hátíðleg 150 ára
ártíð hans í Póllandi í ár. 1 ljóðum hans, eldri og yngri, eru
allmargar ívitnanir í norræna goðafræði og efni, sem sótt er
í hana. Er þetta ljós vottur um þann almenna áhuga á þessu
efni, sem sprottinn var af umræðum um verk Lelewels.
Tvennt af því helzta, sem Slowacki sótti í Sæmundar-Eddu,
er í samhandi við Atlakviðu. Hún var vitanlega ekki meðal
þeirra þýðinga, sem Lelewel gaf út, en fáanleg á fjórða ára-
tugnum í öðrum þýðingum. Efnin, sem um er að ræða, eru
frásagnirnar af Gunnari, er hann lék á hörpu í ormagryfj-
unni, og þvi, er hið hugprúða hjarta var skorið úr brjósti
Högna. Um notkun Slowackis á þessum tveim frásögnum og
skáldlega ummótun hans á þeim hefur Juliusz Kleiner rætt í
hinu ýtarlega riti sínu um verk skáldsins.16) Sambandið er
þannig vel þekkt í Póllandi, en vera má, að þeim, sem leggja
stund á samanburðarbókmenntir á Islandi, sé það ekki kunn-
ugt.
Fyrri frásögnina aðhæfði Slowacki í leikriti sínu Lilla
Weneda (útgefið 1840), sem fjallar um forsögulegt timabil í
sögu Póllands. Baksvið leikritsins er hugsmíð ein, og atburða-
rásina mætti kalla goðsögulega táknræna. Persónur leiksins
eru stækkaðar, tröllauknar, og sumar fremur forynjur en
menn. Þær eru fulltrúar tveggja þjóða: Annars vegar er her
innrásarþjóðar, sem kölluð er Lechitar (Læsir), og hins vegar
er hin innboma þjóð, kölluð Vindur, sem ver hina pólsku jörð
gegn árásarmönnunum. Ormstumar minna á viðureignir í goð-
heimum, svo sem milli Ása og Vana. Forystu fyrir innrásar-
hemum hafa Lech konungur og Gwinona drottning hans —
ofstopafull kona, líkust skjaldmey, og er sagt beinum orðum,
að hún sé af íslenzku bergi brotin. Hún er reyndar grimmari
en Brynhildur, þegar henni var hefndin mest í mun. En
Vindur em undir forystu Derwids. Nafn hans og prest-kon-
ungshlutverk samsvarar hugmyndum Slowackis um hina kelt-