Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 41
Skírnir Edda Lelewels og Edduefni í ljóðuni Slowackis 37
nesbu drúída, en þær áttu rót sína að rekja til lesturs hans á
ljóðum Ossians. Lechítar tóku Derwid konung höndum og
blinduðu hann. 1 fylgd með honum er Lilla Weneda, ástrík
dóttir, sem minnir á Antigone. Hún býður hinni grimmúð-
ugu Gwinona byrginn til að bjarga lífi og frelsi föður síns.
Það er viðureign milli ástar og haturs, einnig ættjarðarástar
og innrásar. Gwinona drottning fer að eins og Atli konungur
í svipuðum sporum, hún býður, að Derwid konungi skuli
kastað í ormagryfju, sem hún hefur fundið í mannlausum
tumi, og hún skorar á dóttur hans að bjarga honum. Hún
lýsir staðnum þannig:
Spójrzalem wczoraj w jednq wiezg,
Która przy zamku stoi zmjnowana;
Spójrzalem: z gadzin okropne powoje —
Blyszczg.ce, pelne slin, png sig na sciany;
A w gl§bokosci gniazda w§zów lezg,
Blyskajg oczy, wijg si§ ogony,
I ciagly slychac áwist, sykanie, gwary,
Jak w gamku wrgcym — tam — w ciemnosc okropng,
W t§ sykajgcg ciemnosc, w te wgzowe
Bloto, w ten strasznyul kazalam rzucic
Twojego ojca. (II. þáttur, 4. atriði).17)
Þýðing:
Ég sá í gærkvöld úti fyrir höll
auðan, hmninn turn, ég horfði inn,
hræðileg ormamergð mér blasti við:
gráðugir, sindrandi, þeir glefsa upp með vegg,
ég grillti, hvar innar bælið lá.
Brann glóð úr augum, engdust snákar,
án afláts heyrðist blástur, hvæs
eins og kraum í katli. I myrkan
kvalastað þennan, slímugra orma gröf,
var föður þínum fleygt að mínu boði.
I síðara atriði skýrir einn af fylgdarmönnum Gwinonu, sem
nefndur er Sygon, henni frá því, hvemig Derwid reiðir af
hjá ormunum: