Skírnir - 01.01.1959, Side 43
Skírnir
Edda Lelewels og Edduefni í ljóðum Slowackis
39
skyldum ættsveitakonungs og föSurást teflt hvoru gegn öðru.
Derwid kýs að deyja, heldur en að þurfa að svíkja annað
hvort.
Der.
Gwin
Der.
Þýðing:
Der. Lát draga mig til dýflissunnar aftur,
því dauðir fá ei hefnt.
Gwin. Ó, kaldur steinn,
tekst mér ekki hjarta þitt hið harða
að hræra?
Der. Slít það út og sjá.
Með þessum ögrandi orðum Derwids konungs er Slowacki
kominn að síðari hugmyndinni, sem hann hefur tekið úr Atla-
kviðu, sem sé um hið hugprúða hjarta Högna, sem ekki lætur
bifast hvorki í lífi né dauða. Skáldið hefur áður notað þessa
hugmynd ýtarlegar í söguljóði því, er hann orti með hliðsjón
af Inferno Dantes, Poemat Piasta Dantyszka. Þar segir gam-
all maður úr þjóðhollri lágaðalsstétt frá þeim sýnum, er fyrir
hann her, er hann fer í anda til tunglsins, þar sem margir
menn, sem hann kannast við (líkt og samtíðarmennirnir, sem
Dante sér í víti), mega þjást vegna misgerða sinna á jörðu.
Meðal þeirra synda, sem mest refsing kemur fyrir, eru svik
við föðurlandið. Myndirnar, sem brugðið er upp, koma mjög
undarlega fyrir sjónir, stundum felst í þeim beiskjufull hæðni
eða þær eru með slíkum ólíkindum, að lesandann rekur í roga-
stanz; þær eru ekki alltaf haglega gerðar, að því er listrænu
hliðina snertir, en oft eru þær mjög áhrifamiklar. Hvössustu
ádeilunni beinir skáldið að harðstjórum og kúgurum. Einu
sinni sér Piast þá hræðilegu sjón, er mikill sægur af slöngum
er að rífa í sig mannalíkami. Hann flýr frá þeim, þær elta
hann, og árangurslaust reynir hann að höggva þær niður.
Kaz odprowadzic mnie wigc do wigzienia;
Trupi sig nie mszczg.
0! twardy czlowieku,
Nigdyz twe serce przede mng nie zadrZy?
Wyjm je i zobacz. (IV. þáttur, 3. atriði).