Skírnir - 01.01.1959, Qupperneq 45
Skírnir
Edda Lelewels og Edduefni í ljóðum Slowackis
41
eigin tíma — tímabils þjóðlegrar vakningar og þjóðfrelsis-
baráttu gegn erlendri undirokun í nútímaskilningi.
Hægt væri að tilfæra önnur mikilvæg og einkennandi
dæmi um áhrif Eddukvæða á skáldskap Slowackis, til dæmis í
hinu ófullgerða leikriti hans Beniowski, sem í senn minnir á
viss atriði í Manfreð Byrons og Faust Goethes. Hér eru efni
úr norrænni goðafræði og hetjusögum aftur þvinguð í form,
er þjóna mega líkingafullri lýsingu á Póllandi sem því landi,
er búa má við erlenda kúgun. Enn einu sinni er föðurlands-
ástin yrkisefnið, enda þótt önnur komi og til. Óefað geta ís-
lenzkir lesendur haft samúð með þessari brennandi hrifningu
Slowackis. Hin bókmenntalegu tengsl, sem vel eru verð frek-
ari rannsókna, mega, vona ég, skoðast sem forboði frekara
menningarsambands milli landa vorra á vorum eigin tímum.
Gísli Ásmundsson þýddi.
TILVITNANIR:
1) Historia Sarmatów, geymd i handriti í Bókasafni Leningrad. Sjá
Artur Sliwinski, Joachim Lelewel, Zarys Biograficzny (Warszawa, 1932),
31. hl o. áfr.
2) Rzut Oka na Dawnosc Litweskich Narodów i Zwiazki ich z. Heru-
lami (Wilno, 1808).
3) Paul-Henri Mallet, Histoire de Dannemarc, I (Lyon, 1766). Mallet
telur, að Æsir Snorra-Eddu séu Skýþar og álítur þátt þeirra í miðalda-
sögu mjög mikilvægan.
4) Listy Joachima Lelewelcu Listy do Rodzenstwa Pisane, I (Poznan,
1878), 101. bls.
5) P.-H. Mallet, Edda ou monumens de la mythologie du Nord, 3. útg.
(Geneve, 1787).
6) Edda czyli Ksiega Religii Dawnych Skandynawii Mieszkanców
(Wilno, 1807).
7) „O Duchu i Zródlach Poezji w Polszcze" í Dziennik Warszawski
(1825); endurprentað í M. Mochnacki, Pisma (Lwów, 1910), 1.—47. bls.
8) Siðar endurprentað í riti Lelewels, Polska, Dziefe i Rzecz jej, XVIII;
vitnað í það í áðurnefndu riti Sliwinskis, 150. bls.
9) J. Lelewel, Materialy Autohiograficzne, útg. H. Wieckowska (Wars-
zawa, 1957), 72. bls.
10) Lelewel átti aðeins aðgang að fyrstu tveim bindunum. Hið þriðja,
er hafði að geyma Völuspá, Hávamál og mikið efni ritskýringa, kom ekki
út fyrr en 1828.