Skírnir - 01.01.1959, Page 47
SKARPHÉÐINN PÉTURSSON:
UM JÓN GERREKSSON.
Tilgangur þessarar ritsmíðar er að geta sveins, er fæddist
í Danmörku á árunum 1375—1380. Var honum nafn gefið:
Jón Gerreksson. Hann mun hafa verið af tignum ættum,
bróðursonur Péturs biskups Lodehat í Hróarskeldu, sem var
einn af ráðgjöfum Margrétar drottningar.1) Ekki þarf að
fara í grafgötur um ætt Jóns biskups. Hún sést af innsigli
hans, sem enn er til á mörgum sænskum fornbréfum. Mynd
af innsiglinu er í Sveriges Historia II (H. Hildebrand), bls.
184. Þessi Pétur (Jonsen) átti tvo bræður, Gerrek föður Jóns,
er hér verður getið, og Anders föður Jens þess, er kanúki varð
í Hróarskeldu 1406 og biskup þar 1416.2)
Auðvitað hefur þessi ungi sveinn verið látinn njóta beztu
menntunar, er auðið varð, og nám hefur hann stundað bæði
í Prag og París.3) Að námi loknu hefur hann komið heim til
Danmerkur og komizt þar i stöður. Hann var kórprestur í
Hróarskeldu 1406, og páfabréf frá 10. marz 1404 skipar ábót-
anum í Ringsted að útvega ábótadóm og kall handa Jóni Ger-
rekssyni. Kann að vera, að hann hafi einnig orðið kanúki í
Árósum. Hann var einnig orðinn kanslari konungs skömmu
fyrir 1408. 1 heimildum er hann talinn vera viðkynnilegur
maður. Sjálfur minnist hann á það, að hann hafi notið vin-
áttu Eiríks konungs allt frá barnæsku. Nú var Eiríkur kon-
ungur af Pommern orðinn konungur um Norðurlönd. En um
þennan tíma mun Margrét drottning hafa ráðið mestu, og
Eiríkur verið valdalaus, hvað snerti stjórn ríkisins. Og aðal-
ráðgjafi Margrétar var einmitt Pétur, er áður er getið. Ekki
er unnt að sanna neitt um þetta mál, en allar líkur henda til
þess, að þau Pétur biskup og Margrét (hún deyr 1412) hafi