Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 48
44
Skarphéðinn Pétursson
Skírnir
lyft Jóni Gerrekssyni á erkibiskupsstól, án þess að Eiríkur
konungur hafi nokkuð lagt þar hönd að, hvorki með né móti.
Þegar erkibiskupsstóllinn í Uppsölum losnaði 13/3 1408, var
gengið fast fram í því að koma Jóni Gerrekssyni þar að til
þess að eiga þar ítök og atkvæði um stjóm kirkjumála. Að
vísu kusu kórsbræður annan mann, Andrés Jóhannsson dóm-
prófast, en hann lét Jóni embættið eftir, og fékk biskups-
embættið í Strangnesi í staðinn, en auknefnið „Smek“ í kaup-
bæti. Ekki er þó hægt að segja, að þessi skipun hafi verið
„þvert ofan í óskir og tillögur dómklerkasamkundunnar þar“.
Sú samkunda hefur vísast ekkert vitað um mannaskiptin, er
þeirra maður féll frá kjöri, fyrr en Jón Gerreksson var kom-
inn langleiðis suður til páfa. En nægan tíma til mótmæla
hafði samkundan, þvi að óvígður kom Jón aftur að sunnan,
en páfaleyfi til þess, að biskuparnir í Skömm og Vesturási
vígðu hann sem erkibiskup, fær hann 8/6 1408, og sem erki-
biskup er hann staddur í Kalmar 27/9 1409. En engin slík
mótmæli finnast. Og engir mæltu því í móti — ekki einu
sinni Svíar —, að um fyrstu biskupsár sín virtist Jón Gerreks-
son vera ágætur erkibiskup. Og tvær synodur heldur hann,
meðan hann er erkibiskup, báðar í Arskoga, aðra árið 1412,
hina 1417. Bera þær, sérstaklega þó sú fyrri, gott vitni um
áhugasaman, duglegan og velviljaðan erkibiskup. Þar er t. d.
Vadstenaklaustri bannað að styrkja hinar lauslátu, tötmm
klæddu betlikerlingar, er héldu sig kringum klaustrið og lifðu
á ölmusu frá því. Skýrt er frá því, að flestar þessar konur
séu ungar, hraustar og vinnufærar. Væri nær að láta þær
vinna.4) Um fleira vom gerðar samþykktir þar, svo sem bann
við okri.5) Einnig var þar gerð samþykkt um bann við léttúð,
bann við meinsæri og bann við ýmsum stórsyndum og auk
þess um gistingu hjá prestum og landsetum kirkna að þeim
nauðugum. Er ekki annað hægt að segja en allt þetta beri
erkibiskupnum gott vitni, að svo miklu leyti sem það er hon-
um að þakka. Jafnvel eindregnir andstæðingar hans neita því
ekki, að um þetta leyti hafi hann virzt vera góður og rögg-
samur stjórnandi. Þó virðist samkomulag hans og kórsbræðra-
samkundunnar aldrei hafa verið fullkomlega í lagi. Sagt er,