Skírnir - 01.01.1959, Side 55
Skírnir
Um Jón Gerreksson
51
ákærðu hann, hins vegar. Hverjir þessir meðkærendur hafa
verið, er ekki kunnugt, en einn þeirra er vafalaust áður-
nefndur Jeppe Nilsson, en ráð hans virðast kórsbræður alveg
hafa haft í hendi sér.
Hér virðist hátt reitt til höggs, og nú mætti ætla, að loku
væri fyrir það skotið, að málin fengju friðsamlegan endi.
En eftir þóf í Uppsölum er samið um málið um haustið og
þá á þann veg, að Jón erkibiskup Gerreksson skyldi sleppa
öllu tilkalli til Uppsala, en mega flytja þaðan allar eigur sín-
ar, er hann hefði þangað flutt eða eignast þar. Auk þess
skyldi hann fá greidda í Liibeck þrjú hundruð enska nobil-
peninga, og þangað til hann fengi annað embætti, skyldi hann,
meðan hann lifði, fá árlegan styrk fjögur hundruð rínskar
flórínur23) (400 r.fl. eru 1600 sænsk mörk. Sjá H. Hildebr.:
Sv. Hist. II, 186). En samkv. Nord. Kultur XXX (Mönt og
vægt), bls. 45, skyldu 6 mörk gilda eina smjörtunnu. Eftir
því hefur Jón átt að fá 266 smjörtunnur árlega, er honum
skyldi greitt tvisvar á ári. En þó var þessi sætt bundin sam-
þykki páfa. En um úrslit málsins virðast þeir öruggir, því að
kórsbræður snúa sér þegar í stað að þvi að velja í samráði við
konung eftirmann Jóns Gerrekssonar að Uppsölum.
Þann 2. marz25) 1422 gefur páfi síðan út bréf og dæmir
þar Jón Gerreksson ófæran til að gegna erkibiskupsembætti
eða annarri æðri prestsþjónustu. Má vera, að með þessu hafi
kórsbræður í Uppsölum talið sig vera leysta frá þeim skuld-
bindingum, er þeir höfðu á sig tekið haustið áður. A. m. k.
er víst, að munkurinn í Vadstenaklaustri, er innfærir sætt-
ina, hefur séð ástæðu til þess að hæta þar neðan við „puto
quod conditio illa nihil ligat“.
Um feril Jóns Gerrekssonar næstu fjögur ár eru lítil sem
engin gögn til. Þó er öruggt, að hann hefur verið í fylgd
Eiríks konungs í ágúst 142326) og í samninganefnd við stór-
furstann í Lithauen, einnig á hans vegum, 1424. Og enn þá
átti hann voldugan frænda, þar sem var biskupinn í Hróars-
keldu, Jens Andersen Lodehat. En dáinn var (1416) föður-
bróðir hans Peter Jensen Lodehat, er áður gegndi því emb-
ætti og þótti skörungur, en hugsa þó meira um þennan heim