Skírnir - 01.01.1959, Page 56
52
Skarphéðinn Pétursson
Skírnir
en annan, en mest þó um hag Margrétar drottningar. Er því
óþarfi að hugsa sér, að hann hafi þolað nokkurn skort þessi ár.
Auk þess sem eftirlaun hans frá Uppsölum — hafi þau ver-
ið greidd — voru næg til þess að lifa af, þá er auðsætt, að
enn hefur hann átt góða að í konungsgarði. Og minnzt er á,
að í þennan tíma hafi hann gert yfirbætur fyrir fyrra liferni
sitt, og má það vel vera satt.
Hér hefur mál Ludberts og Helleku mjög verið dregið
fram, en til þess rak nauður, því þetta mál er mikið atriði
í sögu Jóns biskups. En um Sviþjóðardvöl Jóns erkibiskups
má ýmislegt annað nefna. Hann vann þar ýmislegt til þarfa.
Hann kom vel fram við stofnsetningu ýmissa sjóða, er hann
skyldi skipuleggja eftir erfðaskrá fyrirrennara síns. Hann er
af sumum talinn hafa hugsað vel um hag dómkirkjunnar27).
Hann stóð vel á verði um réttindi kirkjunnar, vísaði á bug
ranglátum kröfum og keypti fyrir hana fasteignir. Einnig
setti hann í skorður prebendu Ólafs Mánasonar, og var sú
talin meiriháttar28). Hann skar úr deilum kórsbræðra og veitti
þeim aukið frelsi og meiri réttindi29). Hann var einnig full-
trúi konungs í refsiþingsdómum og hefur ekki sætt ámæli
fyrir þau störf sín. Abbadis og systrum í Sko-klaustri veitti
hann nokkurt frelsi30) og lofaði þeim afláti, sem heimsæktu
það.31) Og svo sem áður var getið, var hann í forsæti á
tveim kirkjuþingum og vildi ekki viðurkenna neinn yfirráða-
rétt biskupsins í Lundi yfir sér. Um byggingarstarfsemi hans
eru til heimildir, og dómkirkjunni lét hann smíða dýrt skrín
handa St. Eiríki, sem eyddist í átökum siðbótarinnar.32a) Oft
virðist hann hafa notað eigin eignir í þágu kirkjunnar. Og
samband hans við Róm virðist hafa verið gott, og hann virð-
ist bæði hafa greitt Rómarskatt og heimsótt Róm. Og þess
verður einnig að gæta, að þeir, sem fyrstir gátu hans í kirkju-
sögu, voru honum og Eiríki konungi fjandsamlegir. Var þess
því vart að vænta, að þeir fegruðu sögu hans um of. Þó eru
til sænskar heimildir, er geta um dásamleg kraftaverk, er
hann hafi gert.
Nú líða ár og upp rennur 1426. Þá ber það til í páfagarði
6. marz, að Martin V. gefur út bréf um það, að Jón erki-