Skírnir - 01.01.1959, Side 57
Skírnir
Um Jón Gerreksson
53
biskup Gerreksson, fyrrum í Uppsölum, skuli nú taka við
biskupsdæmi i Skálholti. Hann hafi bætt ráð sitt og sé hæf-
ur til þessa fjarlæga biskupsdæmis. Þar er einnig talað um
fátækt hans og að hann lifi mest á náðarbrauði vina sinna33).
Þó kemur þessi fátækt hans ekki í veg fyrir það, að hann
verður að greiða fyrir embætti sitt í páfagarði, og eru enn þá
til heimildir um þær greiðslur34). En oft var siður að sleppa
mjög fátækum biskupum við þessar greiðslur. Eru mörg dæmi
þess. T. d. er því svo varið um Marcellus Skálholtsbiskup.
Var greiðslum þessum lokið 3. nóvember 1429. En löngu áður
er Jón Gerreksson farinn frá Róm og 26. og 27. ágúst 1429
er hann staddur í Englandi og er þar í bréfum34B) kallaður
sendifulltrúi Danakonungs. Hann er þar aðallega að athuga
um böm, er flutt hafi verið til Englands, og fær því fram-
gengt, að lofað er, að börnin verði flutt til Islands á næsta ári.
Hefst þá nýr þáttur í sögu Jóns Gerrekssonar og er rétt að
gefa höfundi Nýja annáls orðið:
„1430. Vetur svo góður og ósnjósamur, að menn mundu
trautt annan viðlíkan og svo vorið að því skapi til veðurblíðu
og grasvaxtar. Nautadauði mikill í Skálholti. Obitus Einars
prests Haukssonar ráðsmanns af Skálholti fimmtudaginn í
páskaviku. Anno domini M°CD° tricesimo. Hafði áðumefnd-
ur séra Einar ráðsmannsstétt í Skálholti seytján ár samfleytt
og hálft ár betur. Eigi hefur hér á landi á vomm dögum vin-
sælli maður verið og meir harmdauði verið almenningi en
séra Einar. Héldu þar til margir hlutir, þótt hér sé eigi
greindir, því vant er að lofa menn í hendur Kristi, heldur
skulu vér biðja rækilega fyrir hans sál. Var þá heilög Skál-
holtskirkja í þvílíkum hörmum og sútum, sem aldrei fyrr
vissum vér orðið hafa. Fyrst biskupslaust, en officialis gamall
og blindur, en misstu síðan ráðsmanninn þann, er bæði var
staðnum hallkvæmur og hollur. Á þessu sama sumri kom út
hingað til landsins herra Jón biskup Gerrecksson Skálholts-
hiskup. Kom hann með sínu skipi í Hafnarfjörð miðvikudag-
inn næstan fyrir Jónsmessu baptiste35). Kom herra biskup af
Englandi til, því hann hafði setið þar áður um veturinn.
Fylgdu honum margir sveinar þeir, er danskir létust vera.