Skírnir - 01.01.1959, Page 58
54
Skarphéðinn Pétursson
Skírnir
Voru þeir flestir til lítilla nytsemda landinu, hirði eg því ekki
þeirra nöfn að skrifa. Tveir prestar komu út hingað með
herra Jóni Skálholtsbiskupi, hét annar Mattheus, en annar
Nikulás. Sigldi Nikulás prestur samsumars aftur og með
margar lestir skreiðar vegna biskupsins, því honum var auð-
aflað fiskanna og annarra hluta, því að landsfólkið varð
nokkuð bráðþýtt við biskupinn. Ohitus Filippe drottningar af
Danmark. Obitus frú Guðrúnar Halldórsdóttur, abbadísar af
Kirkjubæ. Rak upp víða um ísland fisk þann, er menn köll-
uðu öfgufisk. Var hann að mörgu skringilegur.1138)
Um verk Jóns biskups Gerrekssonar, meðan hann var bisk-
up, höfum við fáar heimildir. Með vissu er kunnugt, að hann
vísiteraði Krosskirkju í Landeyjum 143037). Einnig að hann
setti hálfkirkju í Breiðuvík í Saurbæjarþingum 14313S). Er
hann þá sennilega á vísitasíuferð um Vestfjörðu, en víst er,
að hann fór slíka ferð39). Og samning gerir hann 1432 við
Gunnar Bjamason bónda í Hvammi í Norðurárdal. Um ferð-
ir hans í Austfirðingafjórðungi -—- hafi þær nokkrar verið —
höfum við engar heimildir nema eina þjóðsögu frá 19. öld
um komu hans i Hornafjörð.40).
Forn annálaritun hættir 1430. Fyrstu menn, er taka þann
þráð upp, eru séra Gottskálk Jónsson (1524—1590), séra
Jón Egilsson (1548—1636) og Bjöm Jónsson á Skarðsá (1574
—1655). Skulu nú þessir atburðir raktir samkvæmt frásögn-
um þeirra Jóns Egilssonar og Bjöms á Skarðsá. En frásögn
Gottskálksannáls verður ekki rakin hér sökum þess, að það,
sem þar stendur, er fátt. Það, sem þar er rakið við árið 1433,
er um Kirkjubólsbrennu allt hið sama og Björn á Skarðsá
segir, og er það auðkennt hér.
Eitt er sérkennilegt í þessum annál. Hann segir Jón biskup
ekki sænskan eins og hinir, heldur kallar hann réttilega
danskan. Um aðför að Jóni biskupi kann þessi annáll það eitt
að segja, að foringi aðfararinnar hafi Þorvarður Loftsson ver-
ið að hvötum Margrétar. Er frásögn Jóns Egilssonar um
hiskupstíð Jóns Gerrekssonar alla, en frásögn Björns aðeins
um árin 1432-—1433. Bjöm hefur ekki séð ástæðu til þess