Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 59
Skírnir
Um Jón Gerreksson
55
að nefna Jón Gerreksson á árunum 1430—31. Eru frásagnir
þeirra af atburðum og tildrögum þeirra mjög ólikar, og skal
nú reynt að fella þær saman. Óbreytt letur er það, sem Jón
hefur einn, skáletur það, sem Björn hefur einn, og feitt let-
ur það, sem er sameiginlegt að efni i Gottskálksannál og hjá
Birni. Fylgt er orðalagi Björns.
I. XXI biskup Jón Gericksson, hann var svenskur að ætt
og hafði XXX sveina írska, hverir að næsta voru mjög
ómildir, svo að biskup hann réð litlu eður öngu fyrir
þeim. Nú verður að geta þeirra manna, sem undireins voru
á hans dögum. Hann reið víða um land, og gjörðu hans
menn mikinn óskunda, en tóku rikismenn til fanga. Þar
eru sérdeilis tveir menn tileinkaðir. Annar frá Bjarnar-
nesi, hann hét Teitur, en annar frá Möðruvöllum, Þor-
varður Loftsson, sonur Lofts hins ríka, sem seinna skal
frá segja. Þessa báða flutti biskup og hans sveinar í
Skálholt og settu þá í járn og létu þá berja fiska. Svo
bar til, að Þorvarður slapp um hausttíma, en Teitur sat
til páska. Á páskum var drukkið, og gjörðu þeir tveir
sig drukkna, er Teit áttu að geyma, svo að þeir týndu
lyklinum frá fjötrunum, en ein vinnukona fann og fékk
Teiti. Með það slapp hann.
II. Var Kirkjubólsbrennan suður, er jungkæri Ivar Vig-
fússon var skotinn í hel. Var fyrir brennunni Magnús
kæmeistari í Skálholti, er sumir sögðu son biskups
Jóns. Bað hann fyrst systur Ivars, þeirrar Margrét
hét, og fékk ekki. Þeirra faðir var Vigfús, er hirð-
stjóri hafði verið. Þar eftir sigldi Magnús biskups-
frændi og kom aldrei aftur. En Margrét komst út úr
eldinum um ónshúsið. Hafði hún getáS gert þar hol á
með skærum sínum. Margrét vildi engan eiga nema
þann, sem hefndi bróður hennar. Tók sig þar til Þor-
varður Loftsson Guttormsonar hins ríka frá MöSru-
völlum í Eyjafirði.
III. Systir þessa Þorvarðs Loftssonar var Sophia hústrú, hún
átti þann mann, er ívar hét og var kallaður Hólmur.