Skírnir - 01.01.1959, Side 61
Skírnir
Um Jón Gerreksson
57
stokkana stór tré og undu svo upp kirkjuna, svo þeir
komust inn undir þar, en kirkjan stóð öll hall á meðan,
og gengu svo innar til biskupsins, þar hann var fyrir
altarinu í öllum skrúða með oblátunni helgaðri. Þeir
tóku hann strax höndum og toguðu hann utar eftir
kórnum, en prestarnir héldu honum eftir megni. En þá
þeir komu í miðju kirkjuna, féll oblátan niður. Með það
drógu þeir hann út af kirkjunni, en prestarnir löfðu á
honum allt út fyrir stöpulinn, þar slepptu þeir honum.
X. Er svo hermt, að þá þeir með hann í stöpulinn komu,
aS biskup hafi dasazt nokkuS af tregðan göngunnar og
þá hafi hann skipaS smásveini sínum aS ganga í kfall-
ara og sœkfa sér góSan mjöSdrykk, hvaS sveinninn gerSi
og kom snöggt aftur meS stóra silfurskál, og biSu NorS-
lendingar um þetta.
XI. Þá gekk kirkjupresturinn innar aftur í kórinn og skreið
að, þar er oblátan lá, og bergði henni. Þar í þeim sama
stað var biskup eftir á jarðaður, og þá kirkjan brann,
sá menn vott nokkurn til hans kistu.
XII. Biskup drakk hratt af skálinni, og gekk siSan meS þeim
til tfalds þeirra.
XIII. Hinir fóru með biskup út að ferjustaðnum á Spóastöð-
um og létu hann þar í sekk, en bundu svo stein við og
köstuðu honum svo í ána. Hann rak eftir það upp hjá
Hömrum, hjá Ullarklett.
XIV. Þar eftir höfSu þeir biskup til Brúarár og drekktu hon-
um þar í méS taug og steini.
XV, Þeir voru tveir sérdeilis, sem að biskup létu í sekkinn
og ána. — Hann bað sér lífs og fékk ekki. — Þeir báð-
ir þá lifðu skamma stund. Annar hét Ólafur, en annar
Jón. Þessar hendingar (voru) um þá kveðnar:
Ólafur hinn illi
biskupaspillir.
Þó gjörði Jón enn verra:
Hann sá ráð fyrir herra,
því hann kastaði honum í ána.
XVI. En þá Jón dó, gekk hann aftur og þoldi ekki í jörðu.