Skírnir - 01.01.1959, Qupperneq 62
58
Skarphéðinn Pétursson
Skírnir
Þeir grófu hann þá upp aftur, og var hann með
öllu ófúinn, og köstuðu honum út í eitt veiðivatn og
bundu stein við háls honum, en að morni, þá menn
komu þar, var allur fiskur kominn í burt úr vatninu
og lá dauður í hrönnum kringum vatnið, en aldrei
varð vart við Jón síðan.
, XVII. Sveina biskupsins drápu þeir í kirkjunni, eftir því sem
þeir náðu þeim. Sögn manna er það, að þeir hafi skot-
ið þá uppá skammbitum, bæði með boga og svo með
spjótum, en hinir duttu ofan. Þeir dysjuðu þá alla í
íragerði, fyrir vestan Brekkutún.
XVIII. En þá konu, sem Teiti fékk lykilinn, hafði hann með
sér, og gaf henni XXC jörð og gifti hana ríkum manni.
XIX. Giftist siSan Þorvarður Margréti og áttu þau þrjár
dætur: GuSriSi, Ingibjörgu og Ragnhildi.
XX. Biskup Jón hann deyði 1432.41)
Hér hefur nú þessum heimildum verið skipt í 20 kafla. Skal
nú reynt að meta hvem kafla fyrir sig og gerðar við þá at-
hugasemdir að því leyti sem ástæða er til.
Við I. Eitt af því, sem báðir eru sammála um, er það, að
Jón biskup hafi verið sænskur. Þetta er rangt, þótt hjá báð-
um standi. Hins vegar fer Gottskálksannáll hér með rétt mál
og kallar Jón Gerreksson danskan. Er það hið eina í Gott-
skálksannál, er ekki fellur saman við sögu Bjöms á Skarðsá.
Að öðm leyti byggir Gottskálksannáll á sömu þjóðsögum sem
Bjöm hefur tekið upp í annál sinn. Hugmyndin um það, að
Jón Gerreksson hafi verið sænskur, kann að stafa af dvöl hans
í Uppsölum og erkibiskupstign hans. En hvorugur þeirra
Bjöms eða Jóns virðast vita um dvöl hans þar. Og strax, er
farið er að tala um sveinana, virðast mörg þjóðsagnaminni
blandast staðreyndunum. Nýi annáll, er virðist saminn um
1430, veit, að með Jóni biskupi vom „margir sveinar þeir, er
danskir létust vera“. En tveim öldum siðar em þeir orðnir
þrjátíu. Sú tala er til sem þjóðsagnatala um mikinn fjölda42),
og þá táknar þessi tala á þessum stað nánast það, að hann
hafi haft mikinn fjölda sveina. Um það hefur höfundurinn