Skírnir - 01.01.1959, Síða 67
Skírnir
Um Jón Gerreksson
63
Björnsson á KirkjubóB. En á því að telja þau Ivar og Soffíu
vera hjón er þó sá hængur, að í erfðamáli eftir Loft ríka50b),
föður sinn, er Soffía taHn í „ómagavist“ hjá Ólöfu, systur
sinni. Þó er ekkert því til fyrirstöðu, að þannig sé komizt að
orði um unga ekkju. En hitt er víst, að Soffía átti Áma Þor-
leifsson 1434 og síðar Bjama Ivarsson. Þá verður að leita
Bjarna annarrar ættar en þeirrar að vera sonur fvars Hólms.
En annar hængur er þó verri. f fornbréfi einu 50c), sem enn
er til í frumriti, er talað um bók „en hana liet giöra biarni
son junkæra Juars Holms . . . fyrr skrifaðr biarne . . . bio aa
meðalfelli j kios suður“. Er hér fallega sópað burt því ryki,
er búið var að þyrla upp hér að framan. Um þetta virðist Jón
Egilsson líka hafa sagnir „þar fyrir hefndu þeir mágar Þor-
varður og hann“ . . . „fyrir þessa brennu og annað þvílíkt“.
Ekki geta þeir verið mágar á annan hátt, því að það er ekki
fyrr en 1436, að Þorvarður giftist Margréti.
Við IV. Um þetta leyti bjó Árni Einarsson í Dal (Djúpa-
dal) í Eyjafirði. Hér mun vera um þann mann að ræða, enda
þótt Björn á Skarðsá kalli hann hiklaust Magnússon. Og við-
urnefnið Dalskeggur um hann finnst ekki í öðmm heimild-
um en hjá Bimi. Hann kann þó að hafa verið kallaður Dal-
skeggur. Svo er að sjá, að þær heimildir, er Björn á Skarðsá
hafði undir höndum, hafi viljað gera sem allra mest úr for-
göngu Árna Dalskeggs í þessum leiðangri. Ekki er líklegt, að
þetta sé vísvitandi gert. Fremur mun þetta sýna þann blæ,
er munnmæli höfðu fengið á Norðurlandi um 1550—1600.
Hafi hér verið rnn að ræða Áma Einarsson í Dal, þá hefur
hann verið orðinn aldraður maður, er þetta bar við. Hann
mun hafa dáið um 1434.
Við V. Sú breyting verður hér, er litið er á þessa heim-
ild, að nú em það þeir Þorvarður og Teitur, er vilja sam-
eiginlega koma fram hefndum. Sú skoðun virðist hér ráðandi,
að aðförin sé eingöngu gerð til þess að hefna fyrir fangelsun
þeirra. Má segja, að á ýmsan hátt hefðu þeir getað leitað laga
og réttar án þess að láta koma blóðhefnd fyrir fangelsunina.
Þeir skrifast á, ákveða sér dag, er þeir skuli hittast í Skálholti
og riða þar síðan samtímis í hlað, annar að austan, en hinn