Skírnir - 01.01.1959, Síða 68
64
Skarphéðinn Pétursson
Skírnir
að utan. Ekki er nú hægt að gera sér neina hugmynd um
það, af hverju Jón Egilsson taldi Þorvarð Loftsson koma að
utan til Skálholts. Eðlilegra hefði verið, að hann hefði sagt
að innan eða þá að vestan. Þó má vera að „utan“ merki þama
vestan, andstætt við Teit, er kom að austan, og þá sé átt við
það, að Þorvarður hafi komið vestan yfir Brúará. Samkvæmt
þessari heimild fer það heldur ekkert á milli mála, að þeir
Þorvarður og Teitur hafi báðir komið samtímis í Skálholt og
á þeim degi, er þeir höfðu fyrir fram ákveðið. Dagsetningar
er hér ekki getið að neinu. Jón Egilsson hefur ekki nokkurn
gmn um það, að hér hafi verið um hátíð að ræða.
Við VI. Þessi kafli ber að mörgu munnmælakeim. Engin
fullvissa gat verið um það, að Jón biskup yrði heima á Þor-
láksmessu, þrátt fyrir allt helgihald. Má til dæmis benda á
sættagerð í Ögvaldsnesi frá 129750d), en þar er svo komizt
að orði: að biskup skuli ríða heiman eftir Pétursmessu (29.
júní) og svo langt fram á haust sem fjórðungur vinnst. Engin
ástæða er til þess að efast um það, að eftir þessu hafi verið
farið. En hjá þessu virðast þeir menn hafa sneitt, er um þetta
hafa skrifað. Einnig má geta þess, að Jón biskup var búinn
að ríða yfir Suður- og Vesturland. Sumarið 1433 hefur hann
þess vegna líklega riðið yfir Austurland og aðförin að hon-
um ekki orðið fyrr en þá um haustið, eftir að skip vom sigld
héðan. Á það bendir einnig, að í júlí 143450e) var svokallaður
herradagur í Danmörku, og þar voru biskupamir frá Niðar-
ósi, Ósló, Hamri, Stafangri, Orkneyjum og Færeyjum ásamt
Eiríki konungi. Þar er ekki minnzt á Jón Gerreksson, en það
bendir til þess, að fundurinn hafi engar fregnir haft um frá-
fall hans. Annars hefðu þeir þó a. m. k. kjörið annan biskup
í hans stað, enda hlaut það að vera skylda erkibiskups, ef
hann vissi um fráfall Jóns. En öryggi um heimaveru biskups
var auðvitað hægt að fá á ýmsan hátt, t. d. með njósnum.
En um veturinn var óhugsandi að tiltaka þennan hluta sumars.
Til þess að ráðast að biskupi hlaut Þorláksmessa á ýmsan hátt
að vera versti dagur ársins og allmiklu verri til dæmis en
dagarnir fyrir og eftir sökum þess mannfjölda, er á Þorláks-
messu safnaðist til Skálholts. Gátu höfðingjamir verið ömggir