Skírnir - 01.01.1959, Qupperneq 70
66
Skarphéðinn Pétursson
Skímir
helgiblær yfir meðferð kvöldmáltíðarefna, en þó er það sem
svipur hjá sjón miðað við það, sem áður var. Vandlega varð
að gæta þess, að hin heilögu efni saurguðust ekki á neinn
hátt. Skyldu prestar vaka yfir því, að „engi óhreinindi komi
í kaleik og að engi dropi úr honum af blóði Krists komi á
klæði eða altari. En ef það sakir nokkurrar vangeymslu kem-
ur á korporalia eða altarisdúk, þá skal þvo yfir sjálfmn kaleik
á altari í þrem vötnum, og skal þá ablucionem (þvott) prestur
sjálfur taka. En ef á altari kemur eða í öðrum stað á tré,
þá skal prestur þann dropa sem skjótast og sem gerst með
tungu sinni af sleikja og skafa síðan eftir eða tálga og brenna
spónana og steypa öskunni í altari eða hjá, svo að eigi verði
troðin“. Finni prestur vígt brauð (oblátu) eða brot úr því,
skal hann þegar í stað neyta þess, að ekki vanhelgist hið heil-
aga við, að troðið verði á51). Orð Áma Dalskeggs, sem hermd
eru: Nú er mikið um dýrðir, virðast engin spásögn, hafi
árásin á kirkjuna verið gerð á Þorláksmessu. Það var öllum
vitanlegt, að þá hlaut að vera mikið um dýrðir i Skálholti.
Að engu eru þau svo einkennileg eða merk, að ástæða væri
til þess, að þau geymdust orðrétt. En fyrir þvi höfum við orð
Björns á Skarðsá, að þessi orð hafi hann heyrt vera eftir
Áma höfð og eignuð þessu tækifæri. Benda þau því sem fleira
til þess, að um einhvern dag miður helgan sé að ræða. Ekki
getur Björn heldur um neinar stimpingar, er orðið hafi í
kirkjunni. Hafi hann heyrt um slíkt, finnst honum það að
minnsta kosti ekki frásagnarvert.
Við IX. Þessu er allt annan veg háttað, er Teitur og menn
hans koma til kirkjunnar. Þá er kirkjunni harðlæst sem og
öllum öðrum hurðum í Skálholti. En Teitur og menn lians
deyja ekki ráðalausir, enda þótt þeir taki ekki til þess, er
beinast lá við, en það var að brjóta kirkjuhurðina. I þess stað
lyfta þeir kirkjunni, unz þeir geta gengið inn. Hlýtur það að
vera eitt allra stórmannlegasta húsbrot á íslandi. Og einsdæmi
er þetta sennilega líka. Þess verður að minnast, að í þennan
tima og sennilega lengi hæði fyrr og síðar hefur dómkirkjan
í Skálholti verið stærsta hús á íslandi. Því miður er þess
ekki getið, hve mörg tré þurfti til þess að lyfta kirkjunni,