Skírnir - 01.01.1959, Qupperneq 71
Skímir
Um Jón Gerreksson
67
hve hátt henni var lyft eða hve lengi þeir Teitur voru að
þessum lyftingum. Þó er ekki hægt að neita því algerlega,
að hér kunni að vera um rétt mál að ræða. Hægt mundi vera
að lyfta öðru úthroti stafkirkju — og um slíka kirkju mun
vera að ræða — svo hátt, að inn verði komizt, án þess að kirkj-
an raskist að öðru leyti. Frásögn Jóns er ekki athyglisverð
að öðru en því, hve ólík hún er að blæ hinni frásögninni um
þennan sama atburð. Jón kann að nefna mótþróa klerkanna,
en hann gat líka aðeins hafa gert ráð fyrir þessum mótþróa.
Hann veit um það, að klerkarir héngu ekki á honum nema
fram í stöpulinn — rnn það hefur hann sagnir. Hann kann
líka sagnir um það, hvar hostían féll til jarðar. Þó virðist
honum ekki fyllilega ljós helgi hennar, enda er hann langt
frá því að vera kaþólskur í hugsunarhætti, en helgi hostíunn-
ar var ekki neitt í námunda við það að vera eins mikil með
mótmælendum og hún var áður með kaþólskum. En hann
veit, að í þeim stað var biskupinn grafinn.
Við X. En Norðlendingum liggur ekki á. Ef til vill á þessi
dvöl í stöplinum að sýna, hve mótspyman gegn töku biskups
hafi verið lítil. Þó gæti frásagan einnig verið sett til þess að
sýna, hve óragir Norðlendingar væru og hefðu á allan hátt
yfirburði yfir Sunnlendinga, er sýna skyldi þrekraunir.
Við XI. Hér eru tvö einkennileg og merkileg atriði. Ekki
hafa Skálholtsklerkarnir, er völdu biskupi legstað í miðri
kirkju, á sama stað og hostían féll til jarðar, talið hann sek-
an mann. Hitt er sú sögn Jóns, að „þá kirkjan brann, sá
menn vott nokkum til hans kistu“. Sýnir það, sem siðan
hefur sannazt, hve grunnt hefur verið grafið í kirkjugarðinn
þar. Svo gæti í fljótu bragði virzt, að hér gæti verið um kistu
úr varanlegu efni að ræða — steinkistu —, en svo getur tæp-
lega verið. I Skálholtskirkju var aðeins ein steinkista, er þar
var grafið, og átti hana Páll biskup Jónsson, og er það í sam-
ræmi við sögu hans.
Við XII. Hér er ekkert, sem bendir á bardaga. Biskupinn
virðist að visu fara með þeim hálfnauðugur, en ekki þvert
gegn vilja sínum.
Við XIII og XIV. Hér má segja, að heimildum beri sam-