Skírnir - 01.01.1959, Page 73
Skímir
Um Jón Gerreksson
69
ildir eru til um, sé talinn honum líkur. Um dráp Diðriks frá
Mynden og sveina hans hefur Jón Egilsson mjög glöggar frá-
sagnir, en allar líkur benda til þess, að þaðan séu sprottnar
sagnir um það, að slíkt sveinadráp hafi áður átt sér stað í
Skálholti. Gæti ekki verið, að með upprifjun og aukningu á
sögnum um dráp sveina Jóns Gerrekssonar hafi ráðamenn í
Skálholti leitað afsökunar á verkum sínum öld síðar? Sé þetta
rétt, er Jón Egilsson segir hér, hafa Þorláksmessugestir í
Skálholti haft miklar, en ekki að sama skapi glæsilegar minn-
ingar með sér heim úr Skálholti En hitt mun líklegra, að
ættemi og dráp biskupssveinanna sé fremur skýring sam-
tíðarmanna Jóns á ömefninu Iragerði en lýsing staðreynda.
Við XVIII. Á þetta atriði hefur áður verið minnzt. Mér
virðist Jón Egilsson vita meir um þetta atriði en sennilegt
getur talizt. Hann gizkar á það, að Teitur hafi launað kon-
unni höfðinglega. En hvort um jörð var að ræða eða ekki, er
annað mál. Enn síður veit hann, hve stór sú jörð muni vera.
Fremur myndi hann vita nafn jarðarinnar en stærð hennar.
Það virðist vafasamt og ekki víst, hvort á að teljast lof eða
last um kvenmanninn, að Teitur hafi svo að lokum „gift hana
rikum manni“, en slíkt eftirmæli getur alltaf bmgðið til
beggja vona.
Við XIX. Engar athugasemdir.
Við XX. Ártalið er rangt. Rétt ártal er 1433.
Þetta em heimildimar, er við höfum um Jón biskup Ger-
reksson. Á þessum heimildum byggir Finnur biskup Jónsson
frásagnir sínar53). Sömuleiðis Jón Espólín í Árbókum sín-
um54). Jón biskup Helgason55) hefur heldur engu nýju við
að bæta. Enn síður bætir Sigurður Skúlason56) nokkm við
fyrri vitneskju, en svo mikið má þó sjá, að alltaf em sagn-
imar að verða mikilfenglegri. Jón Egilsson segir frá því, að
biskupsmenn hafi sett Þorvarð og Teit „í járn og létu þá
berja fiska“. Þetta þykir Jóni Esphólín ekki nægilega ýtarleg
frásögn. Hann segir, að þeir Þorvarður og Teitur hafi verið
„handteknir báðir og fluttir í Skálholt og settir í jám og
myrkrastofu, hafðir til að berja fisk og önnur auðvirðilegustu