Skírnir - 01.01.1959, Page 74
70
Skarphéðinn Pétursson
Skímir
verk með spotti og brigzlyrðum“. Hér er eingöngu byggt á
frásögn Jóns Egilssonar. Þetta mun vera það, sem Ámi Magn-
ússon assessor kallaði að hjálpa erroribus í gang. Síðar semur
Jón biskup Helgason kirkjusögu og segir þar: „Skömmu áður
höfðu tveir göfugra manna synir sætt illri og ómannúðlegri
meðferð í Skálholti og verið hafðir í varðhaldi þar við illan
aðbúnað og ýmsar smánanir af hálfu biskupssveina“.
Jón Aðils kemst á þessa leið að orði: (Teitur og Þorvarður)
„voru þeir báðir göfugir menn og mikilsháttar. Biskupssvein-
ar tóku þá báða höndum og fluttu heim í Skálholt (1432).
Voru þeir síðan fjötraðir og settir til að berja fiska og vinna
önnur auðvirðileg störf, en sveinarnir gerðu háð og spott að
þeim“.57) Sigurður Skúlason vitnar í grein sinni 70 sinnum
í fimm nafngreind rit, en vitnar raunar í fleiri. Þar er ekki
vitnað í Árbækur Esphólíns. Frásögn Sigurðar er á þessa leið:
(Þorvarður og Teitur) „voru þeir í jámum og látnir berja
fisk, en sættu að sögn spotti og brigzlyrðum biskupssveina“58).
Tilvitnun í frásögn Jóns Egilssonar kemur svo tíu línum
neðar.
Hér hefur á undan verið látin í ljós vantrú á því, að Jón
Egilsson muni fara með rétt mál nema þá að takmörkuðu
leyti. En hann skráði þær sagnir, er hann heyrði, og á mikl-
ar þakkir fyrir starf sitt. Hann gerði eins vel og hann gat,
en hann gat ekki betur. En hitt verður hiklaust að fordæma,
að þeir rithöfundar, er einhverja heimild hafa til þess að
fara eftir, noti hana til þess eins að spinna í kringum hana
ýmsar sagnir. Þetta virðast þessir rithöfundar, er hér vom
nefndir, allir gera sig seka um. Hér var aðeins tekin ein setn-
ing frá Jóni Egilssyni og sýnt, hvemig síðari höfundar hafa
spunnið í kringum hana.
Sagan af Jóni Gerrekssyni er auðvitað í íslenzkum kennslu-
bókum. Þorkell Bjamason59) segir söguna eftir Árbókum
Esphólíns, en styttir þó viða. „Lét biskup taka þá höndum og
hafa heim til Skálholts, og sættu þeir þar hinni óvirðulegustu
meðferð11. Næstur skrifar Bogi Th. Melsted60) og getur Jóns
biskups Gerrekssonar á þessa leið: „Jón Gerreksson er einna
nafnkenndastur af hinum útlendu sællífisbiskupum. Hann