Skírnir - 01.01.1959, Page 76
72
Skarphéðinn Pétursson
Skírnir
og gera önnur þau verk er auðvirðileg þóttu og máttu þola
spott og brigzlmæli sveinanna.“
Arnór Sigurjónsson64) skilur flesta hluti eigin skilningi.
Hann nefnir fyrst nokkra biskupa, sem hafa verið góðir. —
Auðunn rauði Þorbergsson. Lárenzíus Kálfsson, Egill Eyjólfs-
son og Ámi Helgason. Síðan taka við „um langt skeið erlendir
menn, er létu sig lítt eða ekki skipta um gæfu eða ógæfu
þjóðarinnar, en hirtu um það eitt að njóta auðs og valda kirkj-
unnar“. Síðan eru nefndir: Ormur Ásláksson, Jón skalli, Jón
Vilhjálmsson og Jón Gerreksson (biskupstíð greind við þá alla
í 1. útgáfu, en Jón Gerreksson einan í 3. útgáfu, enda er hún
endurskoðuð), sem: „eru að vísu allir alræmdir menn að en-
demum". Hér má þá segja, að Jón Gerreksson sé kominn í
sæmilegan félagsskap og er réttilega hvorki talinn betri né
verri en aðrir biskupar um líkan tíma. Mér finnst þeir megi
allir vel við una. Hitt er svo höfundi ummælanna verðugt
verkefni að ganga úr skugga um það, hvort nokkur þessara
manna geti með rökum kallazt alræmdur eða endemismaður.
Séu frásagnir Jóns Egilssonar og Bjöms á Skarðsá bornar
saman, sést:
1. Þessar frásagnir eru að nokkru ólíkar hvor annarri.
2. Hvomgur virðist vita, af hverju biskupinn var drepinn,
og segja til þess sína orsökina hvor.
3. Þeir nefna Kirkjubólsbrennu sem orsök aðfararinnar.
Þetta kann að vera rétt, en er þó fremur ósennilegt.
4. Er rakin er saga atburðanna, kemur í ljós, að alltaf seg-
ir sinn hvað, en þó verður að telja frásögn Jóns á allan hátt
trúverðugri en Bjöms.
5. Það, sem Jón hefur heyrt, er:
a. Þjóðerni og fjöldi þjóna Jóns biskups.
b. Uppvöðslusemi þeirra.
d. Um fangelsun og undankomu Þorvarðs og Teits.
e. Um samtök Þorvarðs og Teits að taka Jón biskup af
lífi.
f. Sagnir um árásina.
g. Vísa um, hverjir hafa unnið á biskupi.