Skírnir - 01.01.1959, Page 77
Skírnir
Um Jón Gerreksson
73
h. Hefur heyrt, að örnefnið Iragerði væri tengt við svein-
ana.
i. Sagnir af Kirkjubólsbrennu.
6. Bjöm hefur heyrt:
a. Hvenær Jón biskup Gerreksson var hér.
b. Hefur heyrt sagnir um Kirkjubólsbrennu.
d. Kann allt aðrar sagnir en Jón um aðförina að biskupi.
Sést bezt á þessu, að heimildir Jóns eru bæði meiri og betri
en Bjöms .
Ekki skal neitt sagt við því, þótt menn vilji treysta því,
sem stendur i heimildum, en það, að enn skuli viðaukar Esp-
hólíns við þessar tvær heimildir, sem við höfum, hanga við
þær og lifa þar, sýna okkur, að valt muni að treysta meira
en aldargömlum munnmælasögnum. Og hvor heimildin er
svo metin meira?
I. Var Ivar Vigfússon Hólmur skotinn í hel á Kirkjubóli
(Bjöm) eða slapp hann þaðan (Jón)?
II. Hét kæmeistari (bryti) biskups Magnús (Björn) eða
Ámi (Jón)?
III. Var Þorvarður einn um að hefna þeirra (Bjöm), eða
voru þeir saman um það Þorvarður og Teitur (Jón)?
IV. Var árásarliðið eitt, er kom í Skálholt kvöldið áður en
árásin hófst (Björn), eða vom árásarliðin tvö og komu
samtímis á staðinn og hófu þegar árás (Jón)?
V. Var kirkjan opin (Bjöm) eða lokuð (Jón)?
VI. Var stanzað með biskup í stöplinum, svo að hann gæti
fengið sér að drekka (Björn), eða var haldið rakleitt
áfram með hann (Jón)?
VII. Var biskupi drekkt „með taug og steini“ (Björn), eða
var hann settur í sekk (Jón)?
Sannanlega er rangt:
I. Hjá báðum um þjóðemi biskups.
II. Hjá Jóni um dánarár biskups.
III. Hjá Bimi um föðumafn Árna í Dal.
Nú hafa verið færðar að því líkur hér að framan, að Jón
hafi vitað meira um þennan atburð en Bjöm — án þess þó