Skírnir - 01.01.1959, Page 78
74
Skarphéðinn Pétursson
Skírnir
að telja megi, að Jón hafi allt um þá yitað —, því svo virð-
ist sem hann hafi mikið byggt á óljósum þjóðsögum. Sögnin
um Iragerði verður honum t. d. drjúg uppspretta. En þegar
því er sleppt, sem hann gizkar á, virðist hann mjög fátt vita
með vissu.
Nýlega hefur verið skrifuð ritgerð, er mjög víkur að komu
Jóns biskups hingað til lands65). Þar er rakin saga Jóns bisk-
ups Gerrekssonar með hefðbundnum hætti, nema hvað ekk-
ert er minnzt á Kirkjubólsbrennu. Niðurstaða greinarhöfund-
ar um víg Jóns biskups verður þessi: „Jón biskup og varð-
sveit hans, sem honum hafði fundizt sér nauðsynleg til þess
að stjóma óþjóðalýðnum á Islandi, höfðu fyllt svo mæli synda
sinna með glæpum og ofbeldi, að almenningi þótti verkið hið
þarfasta“.
Við höfum engar heimildir, er skýri frá því, að Jón biskup
hafi álitið sveina sína vera varðsveit. Ekki höfum við heldur
neinar heimildir um það, að Jón biskup hafi álitið Islendinga
óþjóðalýð. Það getur líka verið mjög vafasamt að tala um
glæpi og ofbeldi í sambandi við framkomu Jóns biskups hér
— við megum ekki láta þjóðsögur (sem ber ekki einu sinni
saman), teygðar og ýktar, sem notaðar em til þess að af-
saka aðför að biskupi, villa okkur sýn. Og hiklaust er það of-
mælt, að almenningi hafi þótt verkið hið þarfasta. Sú skoð-
un er með þvi fengin að líta á þennan atburð með augum
Jóns Esphólíns og Árbóka hans. Við höfum enga hugmynd
um skoðanir 15. aldar manna á þessum atburðum, nema ef
eitthvað má dæma af vísunni „Ölafur illi“ o. s. frv., en sízt
verður sú vísa til þess að styrkja þann dóm, að þetta verk —
aðförin að biskupi og dráp hans — hafi þótt hið þarfasta.
Það er líka hægt að flytja langa ræðu og hafa orð Nýja ann-
áls um það að „landsfólkið varð nokkuð bráðþýtt við biskup-
inn“ fyrir texta. En hæpið er, að nauðsynlegt sé að túlka orð
þessi svo, að biskup hafi komið illa fram hér á landi. Ekki
siður mætti túlka þau á þann veg, að landsmenn hafi orðið
biskupi fráhverfir, án þess að um sakir sé getið.
I áðumefndri grein er án nokkurra raka lögð áherzla á
það, að ummæli Nýja annáls um Jón Gerreksson muni ekki