Skírnir - 01.01.1959, Page 79
Skirnir
Um Jón Gerreksson
75
vera rituð fyrr en eftir 1433. (Um réttmæti þessa er þó ástæða
til þess að efast, en þó má segja, að þetta sé ekki aðalatriði).
Ef þetta er rétt, má búast við, að einhver af þeim orðum,
sem tilfærð eru við árið 1430, áður en hans er minnzt, séu
skrifuð með afdrif hans í huga. Um fleiri en einn mann á
það við, að „vont er að lofa menn í hendur Kristi, heldur
skulum vér biðja rækilega fyrir hans sál“. Þetta getur ekki
síður átt við Jón biskup Gerreksson og verið ritað með fráfall
hans í huga en hins sæla Einars ráðsmanns.
Mörgum þykir það tíðindum sæta, að höfundur Nýja ann-
áls skyldi ekki rita hann lengra fram og segja tíðindi um
næstu ár. Nú er Nýi annáll ekki annað en afrit þess hluta
framhalds Lögmannsannáls, er týndur er. Er nokkuð til, sem
komið geti i veg fyrir það, að fleiri eða færri blöð hafi verið
týnd úr hinum upphaflega annál, er uppskriftin var gerð?
Hafi nú líka atburðir næstu ára fremur varpað skugga en
birtu á æðstu ættir landsins, þá hafa þær áreiðanlega frem-
ur verið því hlynntar en hitt, að eitthvað týndist af þessum
annál. Við vitum, að þessi annáll endar nú á árinu 1430, en
við getum ekkert um það vitað, við hvaða ár punkturinn
aftan við hann var upprunalega settur.
Vitanlega hafa einhver eftirmál orðið um þetta víg, en það
fyrsta, sem við vitum um slíkt, er það, að Marcellus Skál-
holtsbiskup, er aldrei komst til landsins67), fær umboð til þess
hjá Nikulási páfa V., árið 1448, að afleysa leikmenn þá, er
lagt höfðu heiftugar hendur á fyrirrennara hans í embætt-
inu, og setja þeim hæfilega hegningu. Hann hefur eitthvað
ýtt við þeim, er þetta mál varðaði, því að í samband við það
verður að setja skjal eitt68), sem enn er til í frumriti. Er það
vitnisburður Ljóts prests Helgasonar frá árinu 1450, um það,
að er Jón biskup Gerreksson gisti á Reykhólum, hafi hann
skipað sveinum sínum að taka Filippus nokkurn Sigurðsson
úr kirkju og hafi sagt svo, að „þótt kirkjan væri saurguð í
kveld, skyldi hann gera hana hreina á morgni“. Vel getur
verið, að Filippus hafi einhverjum hrakningum orðið fyrir í
þessu sambandi, en víst er, að hann situr í dómi árið 146369),
svo að ekki hefur þetta orðið honum að aldurtila. „Sýnir þetta