Skírnir - 01.01.1959, Side 80
76
Skarphéðinn Pétursson
Skírnir
bezt innræti biskups“ segir Jón biskup Helgason í kirkjusögu
sinni. Get ég vel tekiS undir þau orð — án þess að afsaka orð
Jóns biskups Gerrekssonar, sem vitanlega eru líka óhæfa —
því að það sýnir bezt, hvílíkur friðsemdarmaður Jón biskup
Gerreksson hefur verið, að þrátt fyrir sárbeiðni íslenzkra höfð-
ingja um tiltínslu á ávirðingum biskups, skyldi ekki finnast
verra sakarefni en þetta .
Ekki vitum við nú, hverjum fleiri sökum Jón Gerreksson
hefur verið borinn í þetta sinn, en hið næsta, sem við heyr-
um um eftirmál vegna hans, er í bréfi, sem gefið er út í Páfa-
garði 13. apríl 1474,71) en þá gefur Sixtus páfi IV. út bréf
um það til Skálholtsbiskups (Sveins Péturssonar) og leyfir
biskupi þar, vegna persónulegrar beiðni Kristjáns I., að af-
leysa þá menn, er fyrrum réðu Jóni Gerrekssyni Skálholts-
biskupi bana. Þó svo, að þeir, auk vanalegra aflausnarskil-
mála, láti reisa steinkapellu við dómkirkjuna, þar sem jafn-
an séu lesnar tíðir fyrir sál Jóns biskups. Ómögulegt er um
það að vita, hvers vegna þetta bréf er gefið út á þessum tíma,
fjörutíu árum eftir að þessi atburður átti sér stað. Bendir það
óneitanlega til þess, að eftirmál hafi verið meiri en við nú
vitum. Þetta var að vísu ekki einsdæmi, að biskup væri drep-
inn. Til dæmis segja annálar frá því, að í Orkneyjum hafi
verið biskupsdráp framið 1382. En er Keyser skrifaði norska
kirkjusögu, veit hann ekkert um þennan biskup nema nafnið
á honum — hann hét Vilhjálmur og var hinn fjórði i Orkn-
eyjum með því nafni — og að íslenzkir annálar geti þessa
atburðar. Ekki virðast þar hafa orðið mikil eftirmál.
Þess má geta í sambandi við álit Páfagarðs á Norðurlanda-
búum um þetta leyti, að til er bók66) eftir einn af starfs-
mönnum Páfagarðs, Theodorik frá Riem, starfsmann í Páfa-
garði 1378—-1410, síðan biskup i Verdun og Cambray, dáinn
1417. I bók, er hann gaf út og kölluð er Nemus unionis, talar
hann um andlegu stéttina á Islandi og Noregi sem hið nyrzta,
er þekkist, og fer um hana þessum orðum: „Andlegrar stéttar
menn eru illa klæddir og guðsþjónustur þeirra án viðhafnar
og skrauts. Þeir eru ekki sérlega vísindalega menntaðir. En
í Noregi drekka bæði lærðir og leikir, hver sem betur getur,