Skírnir - 01.01.1959, Síða 81
Sldrnir
Um Jón Gerreksson
77
og eru ekki ánægðir, nema þeir geti drukkið sig fulla í öli.
Hver krefst þess af öðrum, að hann drekki jafnmikið ,sér, og
hve soparnir eru stórir, trúir enginn nema sjónarvottur. Þessu
halda þeir áfram, meðan þeir geta staðið. Sá er mestur, er
tæmir flest staupin. Á þessum slóðum er prestum og bisk—
upum leyfilegt að hafa opinberar frillur. Þegar biskupinn
síðan fer í yfirreiðir, hefur hann hjákonu sína með sér. Enda
heimta frillumar að fara með fylgjurum sínum, því að bæði
er, að þær fá mjög góðar móttökur og jafnvel gjafir hjá frill-
um prestanna, og eins hitt, að þær vilja ekki að ástmaður sinn
yfirgefi sig vegna annarrar, er honum fyndist snotrari. En sá
prestur, er ekki hefur frillu, þykir hafa brotið foman sið og
verður að greiða biskupi tvöfalt gistingargjald. Og í þessum
löndum ganga frillur prestanna fyrir öðmm frúm, jafnvel
riddarafrúm.“
Hér hefur nú saga Jóns biskups Gerrekssonar verið rakin
að svo miklu leyti sem hún er nú kunn. Vel má deila um
gæði hans og afrek. Hehnildir eru svo fáar, að nóg rúm er
fyrir hugmyndaflugið. Eitt hlýtur þó að vekja athygli, en
það er, hve eftirmál eftir hann verða lítil. Sumir vilja segja,
að með því sé sýnt, hve illur maður og biskup Jón Gerreksson
hafi verið. Annar kostur er þó einnig til. Undarlegt er, hve
lítil eftirmál verða um slíkt stórmenni sem hér er af dögum
ráðið og þó enn undarlegra, að íslenzkir höfðingjar skuli ráð-
ast í slíkt stórvirki. Þá hlýtur að vakna sú spurning, hver gæti
átt upptökin að þessu. Ef til vill gæti eitt svar verið: Þetta er
verk, sem er unnið að undirlagi — eða jafnvel skipun — Ei-
ríks konungs af Pommern. Þá, en ekki fyrr, er hægt að út-
skýra, að banamenn Jóns biskups skuli strax að loknu stór-
virki sínu verða æðstu embættismenn þjóðarinnar.
Þótt höggvið sé á þennan hnút, er annað eftir. Hverjar sak-
ir gat Eiríkur af Pommern átt við Jón biskup Gerreksson,
þannig að hann vildi hann feigan? Við því mun svarafátt,
en eitt mætti nefna. Væri ekki hugsanlegt, að í för sinni til
Englands eða í dvöl sinni þar hefði Jón biskup Gerreksson
eitthvað sagt eða gjört, er Eiríkur konungur af Pommern