Skírnir - 01.01.1959, Síða 85
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON:
UM HINA ERMSKU BISKUPA.
„Um daga Isleifs biskups komu út hingað biskupar af öðr-
um löndum, og buðu þeir margt linara en ísleifur biskup.
Urðu þeir því vinsælir við vonda menn, þar til Aðalbertus
erkibiskup sendi bréf sitt til Islands og bannaði mönnum alla
þjónustu af þeim að þiggja og kvað þá suma vera bannsetta,
en alla í óleyfi sínu farið hafa.“
Svo segir í 2. kapítula Hungurvöku, en Ari fróði segir í
8. kapítula Islendingabókar: „Enn komu hér aðrir fimm, þeir
er biskupar kváðust vera: Örnólfur og Goðiskálkur og þrír
ermskir, Petrus og Abraham og Stephanus.“ Ari fróði greinir
eigi skýrt frá því, hvenær eftir kristnitöku þessir fimm voru
hér, en gera má ráð fyrir, að um sömu biskupa sé að ræða
og þá af öðrum löndum, sem Hungurvaka greinir frá.
Aðalbert varð erkibiskup í Hamborg og Brimum um 1043
og andaðist 1072, en fsleifur settist að stóli í Skálholti 1056
og ríkti til 1080. Farandbiskuparnir, episcopi vagantes, er
greinir frá í Hungurvöku og íslendingabók, ættu þá að hafa
verið hérlendis einhvern tíma á árabilinu 1056 til 1072.
Því er venjulega haldið fram, að ermsku biskupamir þrír
hafi verið af sértrúarflokki Pálikíana, samanber Jón Jóhann-
esson: íslendingasaga I, bls. 172, og rit þau, er þar er vitnað
til. Sértrúarflokkur Pálikíana myndaðist í Armeníu á sjö-
undu öld. Fylgismenn hans héldu því fram, að sá flokkur
myndaði hina einu, sönnu, almennu eða kaþólsku kirkju.
Þeir héldu því fram, að til væri sérstakur heimsskapari ann-
ar en guð, er skóp sálina. Þeir afneituðu holdtekjunni og
sögðu, að guð hefði sent í heiminn engil sinn, er hann kall-
aði son sinn. Þeir höfðu einfalda stjórnarháttu og höfnuðu
klausturlifnaði. Enn fremur virðast þeir hafa afneitað Péturs-
6