Skírnir - 01.01.1959, Page 87
Skimir
Um hina ermsku biskupa
83
Nú er annað Ermland til og miklu nær. I landaupptaln-
ingu í Hauksbók, bls. 155, segir: „Hjá Garðaríki liggja lönd
þessi: Kirjálir, Refalir, Tafeistaland, Vírland, Eistland, Lív-
land, Kúrland, Ermland, Púlínaland; Vindland er vestast næst
Danmörk." Upptalning þessi er mjög lik þeirri, sem er í 30.
kapítula yngri gerðar Örvar-Odds sögu. Þar segir: „Þar var
og mikill herr af Kirjálalandi og Rafestalandi, Refalandi, Vír-
landi, Eistlandi, Líflandi, Vitlandi, Kúrlandi, Lánlandi, Erm-
landi og Púlínalandi.“ Var þetta her sá, er Kvillanus kon-
ungur í Hólmgarði hafði dregið saman. Nú má gera ráð fyr-
ir, að Fornaldarsögur endurspegli kunna landfræðiþekkingu
höfunda sinna, eins og sést, ef Hauksbók er borin saman við
Örvar-Odds sögu. En höfundur Hauksbókar fer greinilega
með réttara mál. Sé haft í huga, að höfundar á hverjum tima
reyni, eftir því sem unnt er, að vera samkvæmir landfræði-
þekkingu samtíðarinnar, skulu tilgreindar heimildir úr Göngu-
Hrólfs sögu í 3., 28. og 38. kapítula. Þar segir í 3. kapítula:
„Grímur ægir stýrði Ermlandi. Það er eitt konungssetur í
Garðaríki. Þeir Þórður Hléseyjarskalli áttu jafnan mikið stríð
við þá ofan úr Jötunheimabyggðinni frá Áluborg.“ I 28.
kapítula er skýrt frá för Hrólfs til Garðaríkis. Það er siglt
yfir Eystrasalt og lagt upp í ána Dýnu og herjað þar á bæði
borð. Höfundi sögunnar virðist ekki ljóst, hvar mörk Garða-
ríkis muni vera. Hrólfur og félagar hans „týndu alls tuttugu
skipum, áður þeir komu í Garðaríki.“ Þessu næst kemur frá-
sögnin af ferðinni á ánni Dýnu, og að henni lokinni segir:
„Þetta vár fyrir vetumætur, er þeir komu í Garðaríki.“ Svo
er Möndull dvergur látinn segja: „Eigi komum vér allir til
Danmerkur, ef Grímur ægir má ráða . . . eru komnir tólf
menn í skóginn ... er Grímur hefur sent Eiríki konungi“
(í Garðaríki). „Þeir em ofan af Ermlandi og eru nú að efla
seið .. .“ Eftir að hafa ráðið niðurlögum þeirra búa þeir sig
til landgöngu. Þá er stefnt gegn Eiríki konungi, og finnast
þeir skammt frá Aldeigjuborg. Laust þar í margra daga orr-
ustu. 1 38. kapítula segir: „Þriðjungur Garðaríkis er kallaður
Kænugarðar. Það liggur með fjallgarði þeim, er skilur Jötun-
heima og Hólmgarðaríki. Þar er og Ermland og fleiri önnur