Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 89
Skímir
Um hina ermsku biskupa
85
ingarorðið ermskir hefur verið erfitt ritara eða riturum. III
24nm. hefur eitt grizkir, en III 330nm. girdsker, gyrdskir,
gersker.
Efalaust er, að upprunatexti hafi verið ermskir eða girzkir.
Lýsingarorðið girzkur getur að vísu verið sömu merkingar
og grískur, en fullt eins vel gæti það merkt þann, sem úr
Görðum er, eða gerzkur. Hafa orðabækur næg dæmi þessa.
Kemur það og heim við textann, sem gerir ráð fyrir, að þeir
séu ekki latínulærðir. Sá möguleiki gæti og verið til, að það
merkti þann, sem er grískrar trúar.
Enn segir í Hungurvöku, að þeir hafi boðið margt linara.
Þetta á eflaust við yfirbótarkenningu þeirra. Er það einkenni
austrænu kirkjunnar, þótt siðavönd sé, að fara mildari hönd-
um um bresti manna en vestræna kirkjan, samanber Walter
F. Adeney: The Greek and Eastern Churches, N.Y. 1908, bls.
275, K. S. Latourette: A History of the Expansion of Christ-
ianity, Vol. II, London 1947, bls. 396.
Að þessu athuguðu — með Ermland við Eystrasalt í huga
— skal gert ráð fyrir, að biskupamir þrír, Petrus, Abraham
og Stephanus hafi komið til Islands af svæði, sem nú er í
austurhluta Póllands og vesturhluta Rússlands.
Bréf Aðalberts hefur verið sent einhvem tima á árabilinu
1056 til 1072. Þá verður að minnast þess, að 1054 varð hinn
mikli klofningur milli grísk-orþódoxu og rómversk-kaþólsku
kirknanna, er páfinn í Róm bannfærði patríarkann í Mikla-
garði og hina austrænu kirkju. Olli þetta spennu og átökum
í hémðum, þar sem grísk-orþódoxir og rómversk-kaþólskir
menn bjuggu í nábýli.
Óljós frásögn Adams frá Brimum í Erkibiskupasögu hans
virðist geta sýnt, að Aðalbert erkibiskup hafi átt í striði við
grísk-orþódoxan biskup í Svíþjóð á tímabilinu frá því um
1050 til um 1060. I III. bók, 15.kapítula, segir í lauslegri
þýðingu: „Er þetta var orðið, fór af þessum heimi hinn mjög
svo kristni Svíakonungur Jakob, og kom í hans stað bróðir
hans, Emundur illi. Hann var reyndar sonur frillu Ólafs, og
þótt skírður væri, hirti hann ekki mjög um trú vora. Hann
hafði hjá sér biskup, Aesmund að nafni, acephalum: höfuð-