Skírnir - 01.01.1959, Page 90
86
Magnús Már Lárusson
Skirnir
lausan, sem Sigfrid Norðmannabiskup hafði á sínum tíma
falið skólunum í Brimum til læringar. En siðar fór þessi,
gleyminn á velgemingana, til Rómar til vígslu, en er honum
var vísað á bug þar, flæktist hann víða og tókst að lokum
með þeim hætti að fá vigslu af erkibiskupi í Pólaníu. Á eftir
kom hann til Svíþjóðar og gortaði af að hafa verið vigður af
páfa til erkibiskups þeirra héraða. En er erkibiskup vor sendi
menn sína til Gamla konungs, fundu þeir þar þennan föru-
mann, Aesmund, sem að sið erkibiskupa lét bera fyrir sér
krossinn. Þeir heyrðu einnig, að hann spilli nýkristnuðu vill-
ingunum með rangri kennslu trúar vorrar. Óttasleginn vegna
nærveru þeirra kom hann konungi og fólkinu með vanalegri
lævísi sinni til að vísa sendimönnunum á bug, þar sem þeir
höfðu ekki innsigli hins postullega (manns).“
Svíakonungurinn var Emundur gamli, uppi um 1050 til
um 1060, Aesmund eða Ásmundur var enskur að kyni og
andaðist um 1070 í Ely-klaustri í Englandi, en Sigfrid eða
Sigfröður, frændi hans, var munkur enskur frá Glastonbury,
sem gerðist biskup í Noregi, en fór til Svíþjóðar um 1031 og
starfaði þar sem biskup í Skörum. í íslenzkum heimildum
nefnist hann Sigurður.
1 stuttri grein í Fornvannen 1947, bls. 54—56, færði T. J.
Arne prófessor rök að því, að Pólanía í heimildinni geti sam-
kvæmt málvenju Adams merkt héraðið um Kænugarð, en
Jarizleifur Valdimarsson Garðakonungur (eða Jaroslav I.)
stofnaði sjálfstæða, óháða (auto-kephala), grísk-orþódoxa
kirkju árið 1051. Er þeirri spurningu varpað fram, hvort eigi
sé hugsanlegt, að Ásmundur hafi tekið vígslu af erkibisk-
upinum í Kænugarði. í því sambandi er bent á venzl og
tengdir sænsku konungsættarinnar við Garðakonung, en
Ingigerður Ólafsdóttir Skautkonungs, systir Emundar gamla,
var gift Jarizleifi. Otto Janse gekk feti framar í grein í Forn-
vánnen 1958, bls. 118—124, þar sem hann reynir að færa rök
að því, að Emundur gamli hafi reynt að koma á grísk-orþó-
doxri trú í Svíþjóð. Þessu til sönnunar skortir þó fullnægj-
andi heimildir. Fyrst manna mun Toni Schmid hafa varpað