Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 91
Skírnir
Um hina ermsku biskupa
87
þeirra athugasemd fram, að Ásmundur hafi gerzt fylgismað-
ur austrænu kirkjustefnunnar.
Mjög skortir aðrar heimildir um grísk-orþódox áhrif í Sví-
þjóð. Þegar bent er á rúnasteininn frá Spánga eða trékross-
inn frá Sigtúnum, þá má með eins miklum líkindum gera
ráð fyrir almennum listáhrifum að austan. Eftirtektarverð
er þó gerð Ólafskirkjunnar í Sigtúnum, sem betur mundi henta
grísk-orþódoxri guðsþjónustu en rómversk-kaþólskri messu,
samanber Sven Ulric Palme: Kristendomens genombrott i
Sverige, Sthm 1959, bls. 126n.
Ef heimildin í Erkibiskupasögunni er grandskoðuð, má gera
fyllri röksemdafærslu Ames.
Lýsingarorðið aeephalus: höfuðlaus, er í kirkjulatínu haft
um mann þann, er eigi viðurkennir, að hann eigi sér yfirvald.
Hafi Ásmundur fengið vígslu af hinirni rómversk-kaþólska
erkibiskupi, Stefáni, í Gnesen (Gniezno) í Póllandi, þá væri
varla hægt að kalla hann höfuðlausan, þar eð hann hlaut í
vígslu sinni að vinna vígsluföður þeim trúnaðareiða innan vé-
handa rómversku kirkjunnar og þar með skilyrðislaust páf-
anum í Róm. f athugasemdinni, scholion 65/66, sem fylgir
þessum kafla Adams, en mun þó eigi stafa frá honum sjálf-
um, er reyndar sagt, að acephali: uppreisnarmenn, hafi kom-
ið ruglingi á allt í klaustrinu í Brimum, eftir að Ásmundur
fór þaðan. Orð Adams: non habentes sygillum apostolici: haf-
andi ekki innsigli hins postullega (manns), em venjulega
þýdd: að þeir hefðu ekki innsigli páfa. Hér er ef til vill mögu-
legt að þýða sigillum með vígslu, samanber sfragís í NT, og
Ásmundur hefur þá snuprað sendimenn erkibiskups fyrir að
hafa ekki postullega eða rétta vígslu. Þess ber að gæta, að
meðal sendimannanna var Aðalvarður, sem erkibiskup hafði
vigt til stóls í Svíþjóð, en konungur neitað að viðurkenna.
Verður þá bersýnilegt, að deilt hafi verið um lögmæti vígslu
Ásmundar. Enn fremur greinir Adam frá því, að Ásmundur
hafi flutt rangar kenningar og síðast, en ekki sízt, að hann
hafi látið bera fyrir sér kross. I austrænu kirkjunni er það
siður allra biskupa, en í þeirri vestrænu einvörðungu erki-