Skírnir - 01.01.1959, Side 94
90 Magnús Már Lárusson Skírnir
ber Henryk Paszkiewicz: The Origin of Russia, London 1954,
bls. 393n, 459.
Hér gæti verið um suðurhluta Ermlands að ræða, því Maz-
óvar bjuggu á vatnasvæði Narews, Bugs og Vistúlu, Jatvagar
milli Narews og Njemens og þar norður af, en Prússar við
strönd Eystrasalts. Lítáar bjuggu á ofanverðu vatnasvæði Nje-
mens norðan hennar, en Samógitíar, Semigalíar og Kors eða
Kúrlendingar þar norðan við og á ströndinni milli Njemens
og Dýnu.
örðugt er að gera sér fulla grein fyrir legu og víðáttu landa
á 11. öld, því löndin eru iðulega kennd við þjóðflokka þá,
sem byggja þau. Færist þjóðflokkurinn um set, færast landa-
mærin til um leið.
Átök Jarizleifs við Ljaka koma fram í Heimskringlu í 2.
kapítula Haralds sögu harðráða, þar sem skýrt er frá þvi, að
Haraldur gerðist höfðingi yfir landvarnarmönnum konungs
um 1032 og segir í vísu Þjóðólfs:
Austrvinðum ók
í öngvan krók;
vasa Læsum léttr
liðsmanna réttir.
Læsir er norrænað heiti á Ljökum, ef til vill úr slafnesku.
Norrænir menn á 11. öld hafa þá þekkt svæði þetta, milli
ánna Bugs og Njemens.
En úti við ströndina hjá Elbing við Frisches Haff hafa
fundizt leifar af byggð norrænna manna frá Gotlandi frá því
um 8. öld þangað til um 900, en norðar við Wiskiauten hafa
fundizt leifar af norrænni byggð frá 850—950, og eru staðir
þessir vestan og austan við strönd Ermlands, Arbman bls. 98.
íslendingar hafa og haft skilyrði til að þekkja nokkuð til
staðhátta á þessu svæði. Það sýnir 12. kapituli Kristni sögu,
er tilgreinir um lát og legstað Þorvalds víðförla Koðráns-
sonar skammt frá Palteskju, er á slafneskri tungu nefnist Po-
lotsk og stendur við ána Dýnu. Vísan eftir Bjarna víðförla
sýnir, að hann hefur sjálfur komið þangað. Leitt er að vita
ekkert annað um mann þann.