Skírnir - 01.01.1959, Page 95
Skírnir
Um hina crmsku biskupa
91
Að landfræðiþekkingu 13.—14. aldar slepptri er það aug-
Ijóst mál, að Islendingar sumir hafi á 11. öld komið á svip-
aðar slóðir og rannsókn þessi fjallar um, og enn fremur er
augljóst, að Norðurlandabúar í heild hafa haft staðgóða þekk-
ingu á landaskipun í Austur-Evrópu vegna hinna nánu
tengsla við Garðaríki.
Um forsögu Prússlands og Lítháens auk hinna baltnesku
landanna er lítið vitað. Á það má þó benda, að Lítháen virð-
ist hafa lotið Hólmgarði um tíma fyrir miðja 10. öld, saman-
ber Paszkiewicz, bls. 190. En öll baltnesku löndin hafa orðið
fyrir strandhöggi norrænna víkinga frá Norðurlöndum og
Garðaríki. Auk þess sóttu höfðingjar Garðaríkis á að sunnan
og austan.
Paszkiewicz bendir, bls. 147n, á það, hversu örlagaríkt það
var fyrir Austur-Evrópu, að Valdimar Garðakonungur skyldi
taka grísk-orþódoxa trú árið 988. Þá um leið varð nýtt stjórn-
málaviðhorf til í Garðaríki, byggt á skoðunum Grikkja í
Miklagarði. Fyrst og fremst var hugmyndin um konungdóm,
sem naut sérstakrar blessunar guðs og náðar. Og fólkinu var
kennt þaðan í frá, að skylda þess væri að sýna auðmýkt og
hlýðni. Enn fremur sameinuðust hinir ýmsu þjóðflokkar um
eina trú undir stjórn konungs af erlendum, norrænum, upp-
runa. Þannig varð sú trú til að staðfesta einn konung, eina
konungsætt og eina höfuðborg. Hið rússneska riki varð þann
veg til.
En nú skal tekið fram, að hinn nýi siður í Görðum austur
var hinn slafneski siður, kenndur við dýrlingana Kýrillos og
Meþódíos trúboða. Slafneskur er hann nefndur, þar sem slaf-
neskt mál, en hvorki gríska né latína, er notað í athöfnum
kirkjunnar. Hins vegar er fylgt formum hinnar austrænu
kirkju eða að mestu.
Paszkiewicz færir fullar sönnur á, að í Póllandi var stofn-
aður erkistóll slafnesku kirkjunnar þar í Santomierz árið 1000,
um leið og erkistóll rómversk-kaþólsku kirkjunnar var settur
í Gnesen, samanber einkum bls. 381—404. Og toguðust kirkju-
deildirnar tvær á um Pólverjana. Um 1060 sótti rómversk-
kaþólski flokkurinn fast á, og virðast mikil átök eiga sér stað.