Skírnir - 01.01.1959, Page 101
Skírnir
Tvær bænarskrár um Alþingi
97
Þessi orð hefir hann skrifað í dagbók sína 4. júlí 1832. Hins
vegar var Kristján ríkisarfi svo fjarri því að efla aðstöðu
stjórnarinnar á þinginu, að hann lagði til, að fulltrúarnir,
sem stjórnin tilnefndi fyrir Island, yrðu einungis kvaddir til
setu, þegar íslenzk mál væru til umræðu. Annars fengu
óskir Islendinga um eigið þing heima á Islandi lítinn byr
innan veggja stjómarinnar. Þó harmaði fulltrúi Holtseta í
ríkisráðinu (statsraadet), að fulltrúar Islands skyldu verða að
sækja þing Eydana og ekki farið eftir tillögum hans, sem frá
því fyrsta hefðu miðað að því, að þau lagaákvæði, sem Island
snertu, skyldu tekin til meðferðar á sérstöku þingi heima á
Islandi.3) En hér varð engu um þokað, og tveim árum síðar
kvaddi konungur tvo fulltrúa fyrir Islands hönd til setu á
þingi Eydana í Hróarskeldu.
Saga þingsetu íslendinga í Hróarskeldu er á engan hátt
merkileg og ekki ástæða til að dveljast lengi við hana að sinni.
Hitt kom brátt í ljós, að þeir, sem upphaflega höfðu verið
andvígir sérstöku þingi á Islandi, skiptu um skoðun. Er þar
fyrst að nefna Krieger stiftamtmann. Hann fékk að reyna
notagildi þingsetunnar í Hróarskeldu, en raunar hafði hann
skipt um skoðun, áður en til þingsetunnar kom.
Á öndverðu ári 1837 var svo hafizt handa um að senda kon-
ungi bænarskrár um innlent þing. Talið er, að Páll Melsteð
Þórðarson og Bjarni Thorarensen hafi haft forystu í því máli.
Krieger stiftamtmaður lét af embætti vorið 1837, en eitt siðasta
verk hans var að rita rentukammerinu tillögur um umbætur
á stjórninni á Islandi. Miðuðu tillögurnar að því, að hentast
væri að flytja æðstu stjórn landsins inn í landið sjálft og á
einn stað. Þessar tillögur döguðu uppi í stjómardeildunum,
og Krieger andaðist skömmu síðar.
Á meðan þessu fór fram meðal hinna lærðu og æfðu stjórn-
málamanna, var ný kynslóð og nýjar stjórnmálaskoðanir að
skjóta rótum meðal stúdenta og ungra menntamanna í Dan-
mörku. Þetta kom einnig brátt í ljós hjá íslenzkum háskóla-
stúdentum. Ármann á Alþingi flutti þjóðinni boðskapinn um
enduireisn Alþingis, og Fjölnir hélt þar áfram, sem Ármann
7