Skírnir - 01.01.1959, Side 102
98
Aðalgeir Kristjánsson
Skírnir
hætti. Andi þingræðisins var smátt og smátt að nema land á
íslandi. Þegar Tómas Sæmundsson var kominn heim til
Islands, er hætt við, að honum hafi brugðið í brún og fund-
izt erfitt að gera hugsjónir sínar að veruleika, en tóm-
lætið og deyfðin gat samt ekki slökkt eldmóð hans, heldur
efldi hann til dáða. „Ekkert talast um Alþing hér til lands“
skrifar hann þremenningunum í Höfn. „Das ist die grosse
Aufgabe unserer Zeit!“ —- það er hið mikla viðfangsefni okk-
ar tíma.4) En þetta viðfangsefni nálgaðist takmark sitt í áföng-
um. Eftirmaður Iíriegers stiftamtmanns var C.E.Bardenfleth.
Hann var alinn upp með Friðriki prinsi, sem síðar varð Frið-
rik VIII, og náinn vimn- hans og í miklum metum hjá kon-
ungsfjölskyldunni. Bardenfleth var íhaldssamur og hugði, að
stjómmálahræringar, sem stefndu í átt til aukins frjálsræðis
þegnanna, myndu hafa í för með sér hrun ríkisins. Það kom
í hlut hans að taka við bænarskránum og koma þeim rétta
boðleið. Hann var og þeirrar skoðunar, að innlent þing væri
hentast landinu, en fyrst skyldi kölluð saman embættismanna-
samkoma, sem skyldi m. a. láta í ljós álit sitt á ráðgjafarþingi
á Islandi. Hér átti sannarlega ekki að rasa um ráð fram, en
þessar tillögur áttu eftir að ráða miklu um, hversu til tókst
um skipulag hins endurreista Alþingis.
Konungur fór að ráðum Bardenfleths og birti úrskurð um
stofnun ráðgjafarsamkomu, sem skipuð var helztu embættis-
mönnum á Islandi. Þessar samkomur urðu tvær, 1839 og 1841.
Fyrri embættismannasamkomunni var falið að semja kosn-
ingalög fyrir Island til að kjósa eftir fulltrúa á þing Eydana.
Á fundinum gætti mjög þeirrar skoðunar, að þátttaka Islands
í stéttaþinginu væri mjög gagnslítil fyrir Island. Síðari hluta
vetrar voru fulltrúaþingsmál Islendinga til umræðu í stjórn-
ardeildunum. Vildu þær láta allt sitja við sama, nema Islend-
ingar kysu sjálfir fulltrúa sína, ef konungi þóknaðist að veita
þeim það, og 11. maí sendi kansellíið konungi tillögu í máhnu.
En konungurinn var ekki lengur Friðrik VI, heldur var
Kristján VIII tekinn við völdum. Friðrik VI andaðist 3. des.,
og við konungaskiptin kom töluvert rót á stjórnmálalífið í
Kaupmannahöfn. Fremstir fóru stúdentamir undir forystu